„Bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður Lögreglustjórafélagsins. Vísir/Baldur Formaður Lögreglustjórafélags Íslands segir bagalegt að þurfa að reka embætti á loforðum. Hann segir styttingu vinnuvikunnar hjá lögreglumönnum þýða að ráða þurfi tugi nýrra lögreglumanna til starfa og enn fáist engin skýr svör um fjármagn frá fjármálaráðuneytinu. „Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“ Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
„Það fylgir þessu klárlega aukið fjármagn en það sem lögreglustjórar hafa kannski fyrst og síðast eru vinnubrögð og ógagnsæi af hálfu fjármálaráðuneytisins. Breytingarnar tóku gildi 1. maí en við lögreglustjórar höfum ekki upplýsingar um það hvernig deiling fjármagnsins er hugsuð,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins og lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu munu 900 milljónir verða settar í það á næsta ári að mæta auknum kostnaði sem fylgi styttingu vinnuvikunnar hjá málefnasviði dómsmálaráðuneytisins; það er lögreglu, landhelgisgæslu og fangelsismálastofnun. Úlfar segir upplýsingarnar þó ekki skýrar og að dómsmálaráðuneytið hafi lagst á árar með lögreglumönnum við að sækja skýr svör í fjármálaráðuneytið. „En við erum að ráða, og erum búin að ráða fólk til vinnu en án þess að vita nákvæmlega hvað er til skiptanna. Okkar upplýsingar eru að þetta eigi allt að hugsa eftir á eða með haustinu. Þá verði þetta reiknað og þá eigi að greiða þennan raunkostnað sem styttingin kostar.“ „Við vitum í raun og veru ekki nákvæmlega hvað er til skiptanna, eins og ég sagði áðan; það er auðvitað bagalegt árið 2021 að þurfa að reka embætti, hvað á ég að segja... á loforðum, í orði en ekki á borði,“ segir Úlfar. Háskólinn ræður ekki við eftirspurnina eftir lögreglumönnum Hann segir að hjá lögreglunni á Suðurnesjum þurfi að bæta við minnst nítján lögreglumönnum til að mæta styttingu vinnuvikunnar. „Stytting vinnuviku hjá þessu embætti þýddi það að við þurfum að bæta við átta mönnum í almenna deild, lögreglu hér í Reykjanesbæ, og ellefu mönnum í flugstöðvardeild. Það sem er nú kannski merkilegt og lýsandi fyrir þá stöðu sem lögreglan er í í dag, er að við erum ekki að fá menntaða menn í þessar stöður. Þetta er ómenntað fólk.“ Hann segir stöðuna hafa breyst nokkuð frá því að lögreglunámið var fært á háskólastig. Hann kallar eftir því að ríkislögreglustjóra og Háskólanum á Akureyri sé veitt nægilegt fjármagn til þess að útskrifa fleiri lögreglumenn ár hvert. „Þetta er það fjölmenn starfsstétt, starfsstétt lögreglumanna, sem fer á eftirlaun 65 ára. Þannig að við náum ekkert að halda í við brottfallið. Þannig að það eru skilaboð frá mér sem lögreglustjóra og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, og þá til fjárlagavaldsins, þá þarf auðvitað að bæta vel í og gera Háskólanum á Akureyri og Ríkislögreglustjóra kleift að útskrifa fleiri lögreglumenn. Það eru nú kannski 40 til 50 manns á ári, það bara dugar ekki til.“
Stytting vinnuvikunnar Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira