Mætast í þriðja sinn á einni viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 14:31 Hákon Daði Styrmisson og félagar í ÍBV mæta í Kaplakrika í kvöld. vísir/hulda margrét FH og ÍBV mætast í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. Þetta er þriðji leikur liðanna á viku. Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Liðin mættust fyrst í lokaumferð Olís-deildarinnar síðasta fimmtudag. Þar vann FH tveggja marka sigur, 28-26. Það þýddi að Eyjamenn lentu í 7. sæti og lentu þannig gegn FH-ingum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Liðin mættust í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik. Eyjamenn voru yfir nánast allan tímann en FH-ingar voru aldrei langt undan og fengu meira að segja tækifæri til að vinna leikinn undir lokin. Þetta var fimmta heimsókn FH-inga til Eyja í úrslitakeppni og þeir hafa aldrei snúið til baka með sigur í farteskinu. FH-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn á þriðjudaginn enda skoruðu þeir 31 mark á útivelli. Úrslitakeppnin í ár er með óvenjulegu sniði. Leikið er heima og að heiman eins og í Evrópukeppnum og gildir samanlagður árangur í leikjunum tveimur. Ef staðan er jöfn samanlagt eftir leikina tvo fer liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli áfram. Þar gætu öll mörkin sem FH-ingar skoruðu í Eyjum reynst dýrmæt. Ef leikurinn í kvöld endar með 31-31 eins og fyrri leikurinn ráðast úrslit einvígisins í vítakastkeppni. Ekki verður gripið til framlengingarinnar heldur verður beint á vítalínuna. Síðast fór leikur í úrslitakeppni karla í vítakeppni 2017. Fram vann þá Hauka, sem voru Íslandsmeistarar, í oddaleik á Ásvöllum í átta liða úrslitunum. Staðan eftir var jöfn eftir venjulegan leiktíma og tvær framlengingar en Fram vann vítakeppnina, 4-2. Ungur markvörður að nafni Viktor Gísli Hallgrímsson sló eftirminnilega í gegn í þessu einvígi. Hákon Daði Styrmisson, leikmaður ÍBV, var leikmaður Hauka á þessum tíma. Hann skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH og ÍBV hafa mæst þrisvar sinnum í röð í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir sigur á FH-ingum í úrslitum, 3-1. Liðin áttust einnig við tímabilið á eftir, í átta liða úrslitunum þar sem ÍBV fór áfram, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Sigurvegarinn úr einvíginu mætir liðinu sem fer áfram úr rimmu Selfoss og Stjörnunnar. Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira