Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 14:26 Frá og með laugardeginum fer enginn inn í Icelandair-vél nema með fullgilt vottorð um að hann sé ekki með Covid-19. vísir/vilhelm Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Hingað til hefur þessi skylda ekki legið á flugfélögunum og því hafa einhverjir lent á flugvellinum sem ekki hafa forskráð sig eða verið með nauðsynleg fullgild vottorð. Þeim hefur þá verið neitað um komu inn fyrir landamærin og vísað til baka. Geti farþegar ekki framvísað tilskildu vottorði til flugfélaganna áður en þeir fara um borð í vélina verða flugfélögin að neita þeim um flutning til Íslands. Þetta nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara. Reglugerðin er sett með stoð í bráðabirgðaákvæði við loftferðalög sem var samþykkt á þingi í síðasta mánuði, sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að setja reglugerð um tímabundnar skyldur flugrekenda eða umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir gegn Covid-19. Hún verður endurskoðuð á fjögurra vikna fresti en umrætt bráðabirgðaákvæði í loftferðalögum gildir út árið. Skyldur flugrekenda og umráðamanna loftfara samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldar: Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Hingað til hefur þessi skylda ekki legið á flugfélögunum og því hafa einhverjir lent á flugvellinum sem ekki hafa forskráð sig eða verið með nauðsynleg fullgild vottorð. Þeim hefur þá verið neitað um komu inn fyrir landamærin og vísað til baka. Geti farþegar ekki framvísað tilskildu vottorði til flugfélaganna áður en þeir fara um borð í vélina verða flugfélögin að neita þeim um flutning til Íslands. Þetta nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara. Reglugerðin er sett með stoð í bráðabirgðaákvæði við loftferðalög sem var samþykkt á þingi í síðasta mánuði, sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að setja reglugerð um tímabundnar skyldur flugrekenda eða umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir gegn Covid-19. Hún verður endurskoðuð á fjögurra vikna fresti en umrætt bráðabirgðaákvæði í loftferðalögum gildir út árið. Skyldur flugrekenda og umráðamanna loftfara samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldar: Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt.
Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira