Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 21:00 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk gegn FH, þar á meðal jöfnunarmarkið dýrmæta. vísir/vilhelm Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira