Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að keimlíkt veður verði á morgun með súld eða rigningu sunnantil en annars hægari sunnanátt og úrkomuminna.
Hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Suðaustanátt 5-13 og súld eða rigning með köflum sunnantil, en hæg sunnanátt og úrkomulítið annars staðar. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
Á sunnudag (sjómannadagurinn): Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Rigning eða súld öðru hvoru, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á mánudag: Sunnanátt 8-13 m/s og rigning um sunnan- og suðaustanvert landið, en þurrt að kalla norðaustantil. Hæg breytileg átt og dálítil væta annars staðar. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Sunnanátt, skýjað og þurrt að kalla en fer að rigna sunnan- og vestantil um kvöldið. Þurrt um landið austanvert. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast austanlands.
Á miðvikudag: Suðvestanátt og rigning í flestum landshlutum en úrkomulítið austantil. Hiti 9 til 15 stig.
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðvestanátt og rigningu eða skúrir um vestanvert landið. Þurrt og bjart norðan og austantil. Hiti breytist lítið