Biden gefur eftir gagnvart öldungadeildinni Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 13:00 Joe Biden lofaði miklum fyrirtækjaskattahækkunum í kosningabaráttu sinni. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur neyðst til að draga nokkuð úr áformum sínum um hækkun fyrirtækjaskatts og fjárveitingu í innviðauppbyggingu. Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira