Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 11:10 Frá vinstri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Í bakgrunni eru ánægðir iðnnemar. Veitur Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira