Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 15:31 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í gær. vísir/Bára Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31