Hópsýking hjá hælisleitendum Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 11:39 Hópsýking er komin upp í hópi hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57
Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46