„Þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:00 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust. Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira