Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 09:09 Hvítrússneska ríkisflugfélaginu Belavia er ekki vært í Evrópu með nýjum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu. Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Ríkisstjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands sem gjarnan er nefndur síðasti einræðisherrann í Evrópu, þvingaði farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk, að því er virðist á fölskum forsendum, fyrir um tveimur vikum. Vélin var á leiðinni frá Grikklandi til Litháen en um borð var Roman Protasevtis, hvítrússneskur blaða- og andófsmaður. Hvítrússneskar öryggissveitir leiddu Protasevits og Sofiu Sapega, kærustu hans, út úr flugvélinni og handtóku þau. Síðan þá hafa þau verið í haldi yfirvalda í heimalandinu sem hafa birt myndbönd af þeim þar sem þau játa á sig glæpi. Virðist parið hafa verið þvingað til játninganna. Evrópskir ráðamenn fordæmdu aðfarir hvítrússneskra yfirvalda og hvöttu flugfélög til að sneiða fram hjá landinu. Þá beitti ESB hvítrússneska embættismenn refsiaðgerðum. Nýju aðgerðirnar sem meina hvítrússneskum flugvélum um aðgang að evrópskri lofthelgi tóku gildi á miðnætti að miðevrópskum tíma í nótt. Með þeim þurfa aðildarríki ESB að neita hvítrússneskum flugvélum um leyfi til lendinga, flugtaks og að fljúga inn í flughelgi sína, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bannið hefur væntanlega mikil áhrif á hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia sem flýgur til tuttugu flugvalla í Evrópu.
Hvíta-Rússland Fréttir af flugi Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38 Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12
Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði. 3. júní 2021 23:38
Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. 31. maí 2021 15:15