Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví, og sjö greindust á landamærum en bíða allir mótefnamælingar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þeir sem greindust í fyrradag hafi farið í sýnatöku á fimmtudag en jákvæð niðurstaða ekki fengist staðfest fyrr en í gær. „Þannig að þeir voru allir komnir í sóttkví þegar þetta gerist en voru bara nýkomnir í sóttkví,“ segir Víðir. Ekkert kom út úr umfangsmikilli skimun Hann býst við því að fleiri greinist í tengslum við hópsmitið, sem er meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd í búsetuúrræði á vegum útlendingastofnunar á höfuðborgarsvæðinu. Á annað hundrað hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna. „Við erum búin að koma öllum sem voru útsettir sem við vitum um í sóttkví. Þannig að við eigum von á því að fleiri greinist í tengslum við þetta næstu daga en vonandi ekkert út fyrir þennan hóp,“ segir Víðir. „Það eru nokkrir staðir þar sem fólk hefur þurft að fara í sóttkví. En við fórum í umfangsmikla skimun og það kom ekkert út úr því.“ Tekist hefur að rekja sýkinguna til tveggja smita frá því fyrir rúmri viku, að sögn Víðis. „Þar sem við erum ekki með tenginu við landamærin, þetta virðist hafa komist inn í landið án þess að við fundum það, enn sem komið er, en það er verið að liggja yfir þessu, sérfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri eru að skoða raðgreiningarmynstrin í þessu.“ Óbólusettir fari áfram varlega Þá hafi almannavarnir enn áhyggjur af veisluhöldum meðal ungs fólks. „Við erum þá aðallega að horfa á hópamyndun þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu. Það gengur vel að bólusetja núna og þeim fjölgar stöðugt sem hafa að minnsta kosti fengið eina sprautu þannig að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, við biðlum sérstaklega til þeirra að fara varlega,“ segir Víðir. Hann kveðst bjartsýnn á að frekari tilslakanir séu í kortunum. „Við verðum að sjá aðeins til en ég á ekki von á öðru en þetta liggi til seinni partinn í næstu viku hvaða hugmyndir sóttvarnalæknir hefur í því. Og það er miðvikudagurinn eftir rúma viku sem þetta á að taka gildi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53 Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24 Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Þrír smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna. 5. júní 2021 10:53
Fjörutíu sjúkraflutningar tengdir hópsmitinu Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær. 5. júní 2021 10:24
Hópsýking hjá hælisleitendum Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 4. júní 2021 11:39