„Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 13:30 Bergur Stefánsson er formaður Félags bráðalækna. Samsett Aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna. Yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum á deildinni. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Félag bráðalækna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stöðuna á bráðadeildinni í morgun en yfirlýsingin var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna segir að krafa félagsins sé fyrst og fremst að lágmarksmönnun á deildinni sé virt. Nú þegar náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert sé ráð fyrir í verkfalli, það er sjö vaktalínur svokallaðar. „Ef það eru aðeins fimm vaktir sérfræðinga sem eru á bráðamóttöku er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga og ef þú getur ekki tryggt það þá ertu að leggja líf þeirra í hættu,“ segir Bergur. Hann kveðst alls ekki viss um að þurfi aukið fjármagn til að bregðast við vandanum. Hann telji að áherslur hjá framkvæmdastjórn spítalans þurfi að vera skýrari. „Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður, undanfarin sumur hefur gengið skár, það hefur komið fyrir að við höfum farið nokkra daga undir neyðarmönnun en þessi staða með fjölda sérfræðilækna í bráðalækningum hefur verið ljós alveg frá áramótum og ítrekað verið bent á hana.“ Bergur segir að félagið hafa lagt fram tillögur til framkvæmdastjórnar, sem að hans vitund hafi ekki verið teknar til umfjöllunar í stjórninni. Þá segir hann að Landlæknir hafi ítrekað fjallað um stöðuna á spítalanum og bráðamóttökunni frá árinu 2018. „Í mínum augum eru þetta mjög harðar athugasemdir sem landlæknir hefur gefið út að undanförnum árum. Því miður er staðan ekki betri en svo aðekki hefur tekist að framfylgja ábendingum landlæknis.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stöðuna á bráðadeildinni í morgun en yfirlýsingin var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna segir að krafa félagsins sé fyrst og fremst að lágmarksmönnun á deildinni sé virt. Nú þegar náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert sé ráð fyrir í verkfalli, það er sjö vaktalínur svokallaðar. „Ef það eru aðeins fimm vaktir sérfræðinga sem eru á bráðamóttöku er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga og ef þú getur ekki tryggt það þá ertu að leggja líf þeirra í hættu,“ segir Bergur. Hann kveðst alls ekki viss um að þurfi aukið fjármagn til að bregðast við vandanum. Hann telji að áherslur hjá framkvæmdastjórn spítalans þurfi að vera skýrari. „Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður, undanfarin sumur hefur gengið skár, það hefur komið fyrir að við höfum farið nokkra daga undir neyðarmönnun en þessi staða með fjölda sérfræðilækna í bráðalækningum hefur verið ljós alveg frá áramótum og ítrekað verið bent á hana.“ Bergur segir að félagið hafa lagt fram tillögur til framkvæmdastjórnar, sem að hans vitund hafi ekki verið teknar til umfjöllunar í stjórninni. Þá segir hann að Landlæknir hafi ítrekað fjallað um stöðuna á spítalanum og bráðamóttökunni frá árinu 2018. „Í mínum augum eru þetta mjög harðar athugasemdir sem landlæknir hefur gefið út að undanförnum árum. Því miður er staðan ekki betri en svo aðekki hefur tekist að framfylgja ábendingum landlæknis.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira