„Þetta tímabil með þessum stelpum var æðislegt. Við áttum Íslandsmeistaratitilinn svo sannarlega skilið. Sumir leikir voru erfiðir en að vinna allt sem í boði var er geggjað," sagði Matea Lonac eftir leik.
Matea Lonac finnst þetta magnaður hópur af stelpum sem tóku þátt í tímabilinu með KA/Þór.
„Það er svo góð liðsheild í þessu liði, þetta er ótrúlega flottur hópur af stelpum."
Rut Arnfjörð Jónsdóttir kom í KA/Þór fyrir tímabilið og má segja að nærvera hennar hafi smitað sigurvilja í liðið.
„Hún er frábær leikmaður, hún gerir alla í kringum sig af betri leikmönnum innan sem utan vallar."
Matea Lonac hefur engann áhuga að hverfa í annað lið og ætlar að taka slaginn með KA/Þór á næsta tímabili.