Einar Andri um undanúrslitin í Olís-deild karla: Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:59 Deildarmeistarar Hauka virðast óstöðvandi en það gæti hjálpað Stjörnunni að það séu aðeins tveir leikir. Vísir/Hulda Margrét Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leikina sem eru framundan í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Hann telur að fyrirkomulag mótsins í ár geti spilað stóra rullu. Haukar mæta Stjörnunni í undanúrslitum sem hefur leikið framan vonum á þessari leiktíð. „Það hafa verið mjög miklir yfirburðir hingað til í mótinu. Rúlluðu yfir deildarkeppnina, töpuðu varla leik og sérstaklega seinni hluta mótsins voru þeir með algera yfirburði. Búnir að vinna 10-11 leiki í röð og varla lent í alvöru mótspyrnu síðan í febrúar. Það er fróðlegt að sjá hvort Stjarnan nái að gíra sig upp og finni tiltrú á verkefninu, að þeir geti slegið Haukana út. Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst.“ Stjarnan hefur bætt sig leik frá leik „Patrekur [Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar] er búinn að ná mjög góðum tökum á liðinu. Virkilega vel gert hjá þeim að klára Selfoss í 8-liða úrslitum. Koma til baka eftir að tapa með tveimur mörkum á heimavelli. Eru í slæmri stöðu í seinni hálfleik – sex mörkum undir samanlagt á kafla en sýndu gríðarlegan karakter, gæði og getu með því að koma til baka á Selfossi og klára þann leik. Þeir ættu því að vera með bullandi sjálfstraust núna í næstu leikjum.“ Getur Stjarnan unnið Hauka? „Kannski auðvelt að segja nei að þeir geti það ekki en út af fyrirkomulaginu, ef menn hitta á góðan fyrri leik í Mýrinni þar sem allt gengur upp og Haukarnir eru illa fyrir kallaðir gætum við séð óvænta hluti sem gætu sett seinni leikinn í eitthvað spennandi samhengi.“ „Haukarnir eru með betra lið en Stjarnan. Garðbæingar eru samt með leikmenn sem geta tekið yfir. Það verður gaman að sjá Tandra, Björgvin og hægri vænginn hjá Stjörnumönnum. Ef þessir menn eiga góðan dag og varnarleikurinn er góður þá segi ég bara: Af hverju ekki?“ Klippa: Einar Andri fór yfir undanúrslit Olís-deildarinnar Valur mætir ÍBV í hinni undanúrslitaviðureigninni og það er erfitt að spá fyrir um hvort liðið mun hafa betur. „Þetta er svakalega áhugaverð rimma. Síðasta umferð hjá ÍBV var á móti FH og það voru stórkostlegir leikir sem fóru fram þar. Ég á ekki von á minni dramatík og látum þegar þessi lið mætast.“ „Þarna mætast stálin stinn.“ „Við erum að fara sjá Valsmenn sem eru búnir að styrkjast að undanförnu. Varnarleikurinn og markvarslan eru á uppleið. Leikmenn eru orðnir heilir og liðið hefur náð að æfa saman að einhverju leyti í kannski fyrsta skipti í vetur. Það er mjög erfitt að rýna í hvað mun gerast. Verður spennandi að sjá leikinn í Eyjum, hvernig spennustigið verður og hvað mun gerast.“ Eyjamenn hafa þrifist vel í úrslitakeppninni. Deildin oftar en ekki vonbrigði en úrslitakeppnin er oft allt önnur. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV eru erfiðir við að eiga.vísir/hag „Þeir setja í annan gír þegar úrslitakeppnin nálgast og byrjar. Stemmningin í höllinni verður öðruvísi, það verða meiri læti og það gengur meira á. Þeir kunna þennan leik vel. Það er allt annað að mæta ÍBV í úrslitakeppninni heldur en deildinni. Frammistaða liðsins gegn FH sýndi það. Þeir voru að spila á miklu hærra getustigi en þeir voru búnir að gera. Þetta ÍBV lið sem endaði í 7. sæti gaf ekki rétta mynd af þeirra getu,“ sagði Einar Andri að lokum. Við minnum á að allir undanúrslitaleikir Olís-deildar karla verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Haukar mæta Stjörnunni í undanúrslitum sem hefur leikið framan vonum á þessari leiktíð. „Það hafa verið mjög miklir yfirburðir hingað til í mótinu. Rúlluðu yfir deildarkeppnina, töpuðu varla leik og sérstaklega seinni hluta mótsins voru þeir með algera yfirburði. Búnir að vinna 10-11 leiki í röð og varla lent í alvöru mótspyrnu síðan í febrúar. Það er fróðlegt að sjá hvort Stjarnan nái að gíra sig upp og finni tiltrú á verkefninu, að þeir geti slegið Haukana út. Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst.“ Stjarnan hefur bætt sig leik frá leik „Patrekur [Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar] er búinn að ná mjög góðum tökum á liðinu. Virkilega vel gert hjá þeim að klára Selfoss í 8-liða úrslitum. Koma til baka eftir að tapa með tveimur mörkum á heimavelli. Eru í slæmri stöðu í seinni hálfleik – sex mörkum undir samanlagt á kafla en sýndu gríðarlegan karakter, gæði og getu með því að koma til baka á Selfossi og klára þann leik. Þeir ættu því að vera með bullandi sjálfstraust núna í næstu leikjum.“ Getur Stjarnan unnið Hauka? „Kannski auðvelt að segja nei að þeir geti það ekki en út af fyrirkomulaginu, ef menn hitta á góðan fyrri leik í Mýrinni þar sem allt gengur upp og Haukarnir eru illa fyrir kallaðir gætum við séð óvænta hluti sem gætu sett seinni leikinn í eitthvað spennandi samhengi.“ „Haukarnir eru með betra lið en Stjarnan. Garðbæingar eru samt með leikmenn sem geta tekið yfir. Það verður gaman að sjá Tandra, Björgvin og hægri vænginn hjá Stjörnumönnum. Ef þessir menn eiga góðan dag og varnarleikurinn er góður þá segi ég bara: Af hverju ekki?“ Klippa: Einar Andri fór yfir undanúrslit Olís-deildarinnar Valur mætir ÍBV í hinni undanúrslitaviðureigninni og það er erfitt að spá fyrir um hvort liðið mun hafa betur. „Þetta er svakalega áhugaverð rimma. Síðasta umferð hjá ÍBV var á móti FH og það voru stórkostlegir leikir sem fóru fram þar. Ég á ekki von á minni dramatík og látum þegar þessi lið mætast.“ „Þarna mætast stálin stinn.“ „Við erum að fara sjá Valsmenn sem eru búnir að styrkjast að undanförnu. Varnarleikurinn og markvarslan eru á uppleið. Leikmenn eru orðnir heilir og liðið hefur náð að æfa saman að einhverju leyti í kannski fyrsta skipti í vetur. Það er mjög erfitt að rýna í hvað mun gerast. Verður spennandi að sjá leikinn í Eyjum, hvernig spennustigið verður og hvað mun gerast.“ Eyjamenn hafa þrifist vel í úrslitakeppninni. Deildin oftar en ekki vonbrigði en úrslitakeppnin er oft allt önnur. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV eru erfiðir við að eiga.vísir/hag „Þeir setja í annan gír þegar úrslitakeppnin nálgast og byrjar. Stemmningin í höllinni verður öðruvísi, það verða meiri læti og það gengur meira á. Þeir kunna þennan leik vel. Það er allt annað að mæta ÍBV í úrslitakeppninni heldur en deildinni. Frammistaða liðsins gegn FH sýndi það. Þeir voru að spila á miklu hærra getustigi en þeir voru búnir að gera. Þetta ÍBV lið sem endaði í 7. sæti gaf ekki rétta mynd af þeirra getu,“ sagði Einar Andri að lokum. Við minnum á að allir undanúrslitaleikir Olís-deildar karla verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira