„Höfum aldrei séð svona frammistöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 11:30 Þórsarar eru komnir í 2-1 í einvígi sínu við Stjörnuna og geta klárað dæmið með sigri í Garðabæ á miðvikudaginn. Ef Stjarnan vinnur mætast liðin í oddaleik næsta laugardagskvöld. vísir/bára Stórbrotin frammistaða Þórsara í sigrinum gegn Stjörnunni í Þorlákshöfn í gærkvöld var til umræðu í Dominos Körfuboltakvöldi. Teitur Örlygsson kallar eftir meiri „ruddaleik“ frá Garðbæingum á miðvikudaginn. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór sem getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á miðvikudaginn. Liðið vann öruggan 115-92 sigur í gærkvöld þegar leikmenn þess hittu meðal annars úr 15 af 25 þriggja stiga skotum sínum! „Þetta var bara þeirra dagur. 160 framlagspunktar, við höfum aldrei séð svona frammistöðu frá því að úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Teitur í þættinum í gær. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frábær frammistaða Þórs „Stjörnumenn þurfa einhvern veginn að brjóta upp þetta tempó hjá Þórsurum. Þannig að þeir skori ekki mikið úr innan við tíu sekúndna sóknum; opnir þristar… Með þetta sjálfstraust og þegar þeir skjóta boltanum 60% þá er voðalega erfitt að stoppa andstæðinginn,“ sagði Teitur. „Málið er að þessir þristar sem þeir eru að skora, með 60% nýtingu, eru með menn eins og Lindqvist og fleiri, tveggja metra stráka, í sér. Þetta er ekkert eðlileg hittni, miðað við hve mörg skotanna þeir taka með mann í sér,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég held að við höfum orðið vitni að einhverju… Svona hittir ekkert lið aftur. Þeir munu ekki hitta aftur á svona leik. Það er ekkert auðvelt að spila betri vörn en var spiluð á móti 70% af þessum skotum,“ sagði Sævar. Ekki komnir út í ruddaleik en geta það Teitur kallaði engu að síður eftir því að Þórsurum yrði gert erfiðara fyrir að spila sóknarleik sinn: „Þeir fá einhvern veginn að hlaupa allar sínar línur óáreittir. Brynjar Þór Björnsson talaði um það fyrir úrslitakeppnina að nú væri tíminn til að vera meira „nastí“. Í því felst að vera dálítið vondur. Ekki leyfa mönnum að vera að gera það sem þeir vilja. Láttu þá hlaupa á þig, vertu með olnbogana aðeins út, og láttu þá finna aðeins fyrir þér án þess að fara yfir línuna. Mér finnst Þórsliðið enn fá að spila ofboðslega „sweet“. Mér finnst þeir [Stjörnumenn] ekki enn komnir í einhvern ruddaleik. Ég er ekki að segja að þeir geti það ekki, því það er heldur betur keppnisskap í þessum strákum,“ sagði Teitur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira