Aðdáendur erlendra sjónvarpsþátta og kvikmynda dæmdir til dauða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 09:53 Kim Jong-un freistar þess að stjórna því hvaða upplýsingar íbúar landsins hafa aðgang að, ekki síst til að tryggja eigin stöðu. AP „Ég á sterkar minningar af manninum sem var með bundið fyrir augun; ég get enn séð tárin hans streyma. Þetta var trámatískt fyrir mig. Augnbindið var gjörsamlega gegnsósa í tárum hans.“ Þannig lýsir Yoon Mi-so því þegar hún sá mann tekinn af lífi í fyrsta sinn. Hún var ellefu ára og maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að hafa verið með suðurkóreskt drama í fórum sínum. Allir íbúar í nágrenninu voru neyddir til að horfa á aftökuna. Ef þú gerðir það ekki, áttir þú það á hættu að verða handtekinn fyrir landráð, útskýrir Yoon. Norðurkóresku hermennirnir vildu gera öllum ljóst hver viðurlögin væru við því að eiga ólöglegt erlent efni. „Þeir komu honum fyrir upp við staur og bundu hann og skutu hann svo.“ „Hættulegt eitur“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa lagt mikið upp úr því að haga allri miðlun með þeim hætti að íbúar landsins fái aðeins þær upplýsingar sem þau vilja koma á framfæri. Þau stýra netnotkun, það eru engir samfélagsmiðlar og aðeins örfáir fréttamiðlar sem stýrt er af ríkinu. Og nú hafa verið kynnt til sögunnar ný lög sem kveða á um að allir þeir sem gripnir eru með mikið magn sjónvarpsefnis frá Suður-Kóreu, Japan eða Bandaríkjunum séu dæmdir til dauða. Þeir sem verða uppvísir að því að hafa horft á slíkt efni eiga yfir höfði sér 15 ára vist í þrælkunarbúðum. Norðurkóresk stjórnvöld eru sögð óttast ólgu innanlands en ástandið er sagt sérstaklega slæmt um þessar mundir og margir svelta.epa Leiðtoginn Kim Jong-un hefur einnig lýst því yfir að utanaðkomandi áhrif á borð við erlend tungumál og tísku séu „hættulegt eitur“ og segir þörf á því að taka á and-sósíalískri hegðun ungs fólks. Daily NK, netmiðill sem starfræktur er í Seúl, segir þrjá táninga hafa verið senda í „endurmenntunarbúðir“ fyrir að hafa látið klippa hár sitt til að herma eftir poppstjörnum og vera í buxum sem ná ekki niður fyrir ökkla. BBC segist þó ekki hafa getað staðfest sannleiksgildi fréttarinnar. Freista þess að temja unga fólkið Sérfræðingar segja lögin enn eitt skrefið í áttina að því að takmarka algjörlega þær upplýsingar sem íbúar Norður-Kóreu fá utan frá, ekki síst vegna þess ófremdarástands sem ríki innanlands. Talið er að milljónir séu hungraðar og Kim er sagður vilja tryggja að íbúar nærist frekar á áróðri stjórnvalda en innsýn inn í það hvernig lífið er annars staðar. Ritstjóri Daily NK segir í samtali við BBC að í nýju lögunum sé lögð áhersla á gagnkvæmt eftirlit borgara; þannig sé kveðið á um að ef starfsmaður er gripinn megi einnig refsa yfirmanni hans og að refsa megi foreldrum fyrir brot barna þeirra. Lee Sang Yong segir lögunum ætlað að „sundra“ draumum og hrifningu yngra fólks af lífinu sunnan landamæranna. Stjórnvöld hafi komst að þeirri niðurstöðu að erlend áhrif gætu leitt til uppreisnar. Samkvæmt heimildarmönnum BBC hefur erlent efni verið bannað um margra ára skeið en það hefur ekki komið í veg fyrir að það hafi farið í dreifingu. Íbúar hafa leitað leiða til að deila því hættulaust, meðal annars á dulkóðuðum USB-lyklum. Einn segir viðurlög hafa verið hert eftir að herinn gerði 20 þúsund diska upptæka í háskóla árið 2002. „Þetta var einn háskóli. Getur þú ímyndað þér hvað diskarnir voru margir út um allt land? Stjórnvöld voru í sjokki.“ BBC fjallar ítarlega um málið. Norður-Kórea Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Þannig lýsir Yoon Mi-so því þegar hún sá mann tekinn af lífi í fyrsta sinn. Hún var ellefu ára og maðurinn hafði verið handtekinn fyrir að hafa verið með suðurkóreskt drama í fórum sínum. Allir íbúar í nágrenninu voru neyddir til að horfa á aftökuna. Ef þú gerðir það ekki, áttir þú það á hættu að verða handtekinn fyrir landráð, útskýrir Yoon. Norðurkóresku hermennirnir vildu gera öllum ljóst hver viðurlögin væru við því að eiga ólöglegt erlent efni. „Þeir komu honum fyrir upp við staur og bundu hann og skutu hann svo.“ „Hættulegt eitur“ Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa lagt mikið upp úr því að haga allri miðlun með þeim hætti að íbúar landsins fái aðeins þær upplýsingar sem þau vilja koma á framfæri. Þau stýra netnotkun, það eru engir samfélagsmiðlar og aðeins örfáir fréttamiðlar sem stýrt er af ríkinu. Og nú hafa verið kynnt til sögunnar ný lög sem kveða á um að allir þeir sem gripnir eru með mikið magn sjónvarpsefnis frá Suður-Kóreu, Japan eða Bandaríkjunum séu dæmdir til dauða. Þeir sem verða uppvísir að því að hafa horft á slíkt efni eiga yfir höfði sér 15 ára vist í þrælkunarbúðum. Norðurkóresk stjórnvöld eru sögð óttast ólgu innanlands en ástandið er sagt sérstaklega slæmt um þessar mundir og margir svelta.epa Leiðtoginn Kim Jong-un hefur einnig lýst því yfir að utanaðkomandi áhrif á borð við erlend tungumál og tísku séu „hættulegt eitur“ og segir þörf á því að taka á and-sósíalískri hegðun ungs fólks. Daily NK, netmiðill sem starfræktur er í Seúl, segir þrjá táninga hafa verið senda í „endurmenntunarbúðir“ fyrir að hafa látið klippa hár sitt til að herma eftir poppstjörnum og vera í buxum sem ná ekki niður fyrir ökkla. BBC segist þó ekki hafa getað staðfest sannleiksgildi fréttarinnar. Freista þess að temja unga fólkið Sérfræðingar segja lögin enn eitt skrefið í áttina að því að takmarka algjörlega þær upplýsingar sem íbúar Norður-Kóreu fá utan frá, ekki síst vegna þess ófremdarástands sem ríki innanlands. Talið er að milljónir séu hungraðar og Kim er sagður vilja tryggja að íbúar nærist frekar á áróðri stjórnvalda en innsýn inn í það hvernig lífið er annars staðar. Ritstjóri Daily NK segir í samtali við BBC að í nýju lögunum sé lögð áhersla á gagnkvæmt eftirlit borgara; þannig sé kveðið á um að ef starfsmaður er gripinn megi einnig refsa yfirmanni hans og að refsa megi foreldrum fyrir brot barna þeirra. Lee Sang Yong segir lögunum ætlað að „sundra“ draumum og hrifningu yngra fólks af lífinu sunnan landamæranna. Stjórnvöld hafi komst að þeirri niðurstöðu að erlend áhrif gætu leitt til uppreisnar. Samkvæmt heimildarmönnum BBC hefur erlent efni verið bannað um margra ára skeið en það hefur ekki komið í veg fyrir að það hafi farið í dreifingu. Íbúar hafa leitað leiða til að deila því hættulaust, meðal annars á dulkóðuðum USB-lyklum. Einn segir viðurlög hafa verið hert eftir að herinn gerði 20 þúsund diska upptæka í háskóla árið 2002. „Þetta var einn háskóli. Getur þú ímyndað þér hvað diskarnir voru margir út um allt land? Stjórnvöld voru í sjokki.“ BBC fjallar ítarlega um málið.
Norður-Kórea Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira