Efast um getu landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 12:00 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir/Egill Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala. Fram kemur í yfirlýsingu Geðhjálpar sem send var fjölmiðlum í morgun að í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar. Þeir hafi sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, að mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni að varða hegningarlög. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fá ætti óháðan aðila á borð við umboðsmann alþingis til að sinna eftirliti í málaflokknum í stað landlæknis. „Og þá erum við að tala um á stöðum þar sem fólk er vistað í langan tíma gegn sínum vilja. Viðbrögðin við ábendingum sem komu frá okkur í greinargerð eftir að starfsmenn leituðu til okkar í nóvember, gefa tilefni til þess að efast um getu embættisins til að sinna þessu eftirlitshlutverki,“ segir Grímur. Vilja „alvöru rannsókn“ Geðhjálp túlki viðbrögð embættisins á þann veg að ekki sé tekið mark á ábendingunum því þær séu settar fram undir nafnleynd. „Og að það sé einhvers konar afsökun fyrir því að taka ekki málið föstum tökum, að það sé eitthvað flókið að taka á málum? Auðvitað á að fara í alvöru rannsókn á því þegar svona alvarlegar ábendingar koma fram.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að embættið sé ekki reiðubúið að bregðast við bréfi Geðhjálpar að svo stöddu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga og beitingu nauðungar er á dagskrá á fundi velferðarnefndar nú í morgun. Lagt er til í frumvarpinu að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum. „Hvernig er betra að setja það í lög þegar eftirlitið er ekkert? Það hefur ekkert breyst, og það er það sem er mjög slæmt,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu Geðhjálpar sem send var fjölmiðlum í morgun að í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar. Þeir hafi sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, að mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni að varða hegningarlög. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fá ætti óháðan aðila á borð við umboðsmann alþingis til að sinna eftirliti í málaflokknum í stað landlæknis. „Og þá erum við að tala um á stöðum þar sem fólk er vistað í langan tíma gegn sínum vilja. Viðbrögðin við ábendingum sem komu frá okkur í greinargerð eftir að starfsmenn leituðu til okkar í nóvember, gefa tilefni til þess að efast um getu embættisins til að sinna þessu eftirlitshlutverki,“ segir Grímur. Vilja „alvöru rannsókn“ Geðhjálp túlki viðbrögð embættisins á þann veg að ekki sé tekið mark á ábendingunum því þær séu settar fram undir nafnleynd. „Og að það sé einhvers konar afsökun fyrir því að taka ekki málið föstum tökum, að það sé eitthvað flókið að taka á málum? Auðvitað á að fara í alvöru rannsókn á því þegar svona alvarlegar ábendingar koma fram.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að embættið sé ekki reiðubúið að bregðast við bréfi Geðhjálpar að svo stöddu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga og beitingu nauðungar er á dagskrá á fundi velferðarnefndar nú í morgun. Lagt er til í frumvarpinu að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum. „Hvernig er betra að setja það í lög þegar eftirlitið er ekkert? Það hefur ekkert breyst, og það er það sem er mjög slæmt,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira