Leggur til sjálfsmyndabann við ferðamannastaði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 18:38 Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur áhyggjur af þeirri hættu sem getur skapast við sjálfsmyndatökur við ferðamannastaði. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem geti skapast við sjálfsmyndatökur ferðamanna. Hann segir að annað hvort þurfi að koma upp öruggum útsýnispöllum eða banna sjálfsmyndatökur. Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Jónas var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar ræddi hann tvö nýleg atvik þar sem ferðamenn sýndu af sér mikla áhættuhegðun í þeim tilgangi að ná góðri mynd. Annars vegar tvær manneskjur sem hættu sér út á ystu brún Dettifoss og hins vegar karlmann sem gekk á hrauni sem vall úr eldgosinu í Geldingadölum. Jónas segir að hér á landi sé öflug upplýsingagjöf sem nái til flestra ferðamanna. „En þótt við næðum til allra, þá eru alltaf einhverjir sem fara út á brúnina í orðsins fyllstu merkingu.“ Þá segir hann að í atvikunum við Dettifoss og eldgosið í Geldingadölum hafi verið um að ræða einbeittan brotavilja. Boð og bönn hefðu líklegast skipt litlu máli. Jónas telur aðstæður vera til fyrirmyndar við Fjaðrárgljúfur og Goðafoss, þar sem útsýnispallar eru í öruggri fjarlægð frá aðdráttaraflinu. „En það er leiðinlegt ef heimskuleg hegðun eins og sást þarna við eldgosið verður til þess að öllum sé ýtt bara hálfum kílómeter í burtu.“ Þá leggur Jónas til að sjálfsmyndatökur verði bannaðar við ákveðna ferðamannastaði, þar sem öruggir útsýnispallar eru ekki til staðar. Það væri á ábyrgð landvarða að þeim reglum væri fylgt eftir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira