Fjórir látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í Ontario Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2021 09:18 Árásarmaðurinn, ökumaður bílsins, var handtekinn á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá skömmu eftir árásina. AP/Geoff Robins Fjórir eru látnir eftir að ekið var á fjölskyldu múslima í bænum London í Ontario í Kanada síðastliðinn sunnudag. Lögreglu telur að um hatursglæp hafi verið að ræða og að ökumaðurinn hafi vísvitandi ekið á fólkið trúar þeirra vegna. Erlendir fjölmiðlar segja ökumanninn, sem er tvítugur að aldri, hafa ekið á fimm gangandi vegfarendur áður en hann flúði af vettvangi. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt árásina og segist standa með múslimum í landinu. „Múslimahatur á sér engan stað í samfélagi okkar. Þetta hatur er undurförult og viðbjóðslegt – og því verður að linna,“ sagði Trudeau. I spoke on the phone this evening with @LdnOntMayor and @NTahir2015 about the hateful and heinous attack that took place in London, Ontario yesterday. I let them know we ll continue to use every tool we have to combat Islamophobia - and we ll be here for those who are grieving.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 8, 2021 Ökumaður bílsins var handtekinn skömmu eftir árásina á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá. Segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér ákæru um fjögur morð og eina tilraun til morðs. Í árásinni lét 74 ára kona lífið, 46 ára karlmaður, 44 ára kona og fimmtán ára stúlka. Þá er ástand níu ára drengs sagt alvarlegt, en að búist sé við að hann muni komast lífs af. Vinafólk hinna látnu segir þau hafi flust til Kanada frá Pakistan fyrir fjórtán árum. Fánum verður flaggað í hálfa stöng í bænum London næstu þrjá daga vegna árásarinnar. Kanada Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja ökumanninn, sem er tvítugur að aldri, hafa ekið á fimm gangandi vegfarendur áður en hann flúði af vettvangi. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur fordæmt árásina og segist standa með múslimum í landinu. „Múslimahatur á sér engan stað í samfélagi okkar. Þetta hatur er undurförult og viðbjóðslegt – og því verður að linna,“ sagði Trudeau. I spoke on the phone this evening with @LdnOntMayor and @NTahir2015 about the hateful and heinous attack that took place in London, Ontario yesterday. I let them know we ll continue to use every tool we have to combat Islamophobia - and we ll be here for those who are grieving.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 8, 2021 Ökumaður bílsins var handtekinn skömmu eftir árásina á bílastæði verslunarmiðstöðvar skammt frá. Segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér ákæru um fjögur morð og eina tilraun til morðs. Í árásinni lét 74 ára kona lífið, 46 ára karlmaður, 44 ára kona og fimmtán ára stúlka. Þá er ástand níu ára drengs sagt alvarlegt, en að búist sé við að hann muni komast lífs af. Vinafólk hinna látnu segir þau hafi flust til Kanada frá Pakistan fyrir fjórtán árum. Fánum verður flaggað í hálfa stöng í bænum London næstu þrjá daga vegna árásarinnar.
Kanada Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira