Fyrsta landsliðsmark KA-manns í 31 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 17:00 Liðsfélagar Brynjars Inga Bjarnasonar í íslenska landsliðinu fagna honum eftir markið í gær. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason skoraði seinna mark íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í jafnteflinu á móti EM-liði Póllands gær. Það voru liðnir meira en þrír áratugir síðan að KA-maður skoraði síðast fyrir A-landslið karla. Brynjar Ingi kom Íslandi 2-1 yfir með frábærri afgreiðslu á 47. mínútu leiksins eftir að miðvörðurinn að norðan fór fram í aukaspyrnu. Brynjar lagði boltann frábærlega fyrir sig og þrumaði honum síðan óverjandi upp í þaknetið á marki Pólverja. Þetta var aðeins hans þriðji landsleikur og hans fyrsta mark. Það þarf að fara alla leið aftur til 3. apríl 1990 til að finna mark KA-manns fyrir A-landsliðið. Nákvæmlega liðu 31 ár, 2 mánuðir og 5 dagar á milli markanna. Kjartan Einarsson skoraði þá eitt af fjórum mörkum Íslands í 4-0 sigri á Bermúda í vináttulandsleik en leikið var á Þjóðarleikvanginum í Hamilton, höfuðstað Bermúdaeyja. Kjartan, sem var þá að leika sinn fyrsta landsleik, hafði gengið til liðs við KA í desember árið á undan. Hann kom Íslandi í 3-0 með marki rétt fyrir hlé en hafði áður átt stóran þátt í marki Péturs Ormslev. Kjartan lék einnig seinni leikinn í ferðinni á móti Bandaríkjunum í St. Louis án þess að skora en þetta voru hans einu landsleikir sem KA-maður. Kjartan spilaði einn landsleik til viðbótar árið eftir en þá sem leikmaður Keflavíkur. Brynjar Ingi er fimmti KA-maðurinn sem skorar fyrir íslenska landsliðið en hinir auk Kjartans hafa þeir Erlingur Kristjánsson (3 mörk 1982), Gunnar Gíslason (1983) og Steingrímur Birgisson (1984) skoraði fyrir Ísland sem leikmenn KA. HM 2022 í Katar KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira
Brynjar Ingi kom Íslandi 2-1 yfir með frábærri afgreiðslu á 47. mínútu leiksins eftir að miðvörðurinn að norðan fór fram í aukaspyrnu. Brynjar lagði boltann frábærlega fyrir sig og þrumaði honum síðan óverjandi upp í þaknetið á marki Pólverja. Þetta var aðeins hans þriðji landsleikur og hans fyrsta mark. Það þarf að fara alla leið aftur til 3. apríl 1990 til að finna mark KA-manns fyrir A-landsliðið. Nákvæmlega liðu 31 ár, 2 mánuðir og 5 dagar á milli markanna. Kjartan Einarsson skoraði þá eitt af fjórum mörkum Íslands í 4-0 sigri á Bermúda í vináttulandsleik en leikið var á Þjóðarleikvanginum í Hamilton, höfuðstað Bermúdaeyja. Kjartan, sem var þá að leika sinn fyrsta landsleik, hafði gengið til liðs við KA í desember árið á undan. Hann kom Íslandi í 3-0 með marki rétt fyrir hlé en hafði áður átt stóran þátt í marki Péturs Ormslev. Kjartan lék einnig seinni leikinn í ferðinni á móti Bandaríkjunum í St. Louis án þess að skora en þetta voru hans einu landsleikir sem KA-maður. Kjartan spilaði einn landsleik til viðbótar árið eftir en þá sem leikmaður Keflavíkur. Brynjar Ingi er fimmti KA-maðurinn sem skorar fyrir íslenska landsliðið en hinir auk Kjartans hafa þeir Erlingur Kristjánsson (3 mörk 1982), Gunnar Gíslason (1983) og Steingrímur Birgisson (1984) skoraði fyrir Ísland sem leikmenn KA.
HM 2022 í Katar KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Sjá meira