Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 14:21 Daniel Ortega og eiginkona hans Rosario Murillo eru forseti og varaforseti Níkaragva. Þau hafa jafnframt komið helstu fjölmiðlum landsins í hendur barna sinna og tengdabarna. AP/Alfredo Zuniga Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. Tveir þeirra sem voru handteknir í gær voru taldir líklegir til að bjóða sig fram til forseta gegn Ortega í nóvember. Ortega sækist eftir fimmta kjörtímabili sínu og því fjórða í röð. Hann lét afnema ákvæði í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti fyrir kosningar árið 2016. Ríkisstjórn hans leggur nú allt kapp á að ryðja helstu keppinautum hans úr vegi fyrir haustið. Fjórmenningarnir sem voru handteknir í gær eru allir sakaðir um að vinna gegn fullveldi og sjálfstæðis Níkaragva á grundvelli nýrra landráðalaga sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Lögin gera stjórnvöldum kleift að banna fólki að bjóða sig fram til opinbers embættis ef þau telja það landráðamenn. Þá er hægt að dæma meinta svikara í allt að fimmtán ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barinn og haldið á óþekktum stað Félix Maradiaga, fræðimaður og aðgerðasinni sem hugði að forsetaframboði, var handtekinn þegar hann yfirgaf skrifstofu ríkissaksóknara Níkaragva í gær. Þangað hafði hann verið boðaður í viðtal skyndilega. Rétt áður en hann var tekinn höndum sagði Maradiaga að hann hefði verið yfirheyrður í fjórar klukkustundir í tengslum við félagasamtök um efnahagsmál sem hann stýrði eitt sinn. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði tengsl við fíkniefnahringi og hvort hann hefði farið fram á að Bandaríkjastjórn legði refsiaðgerðir á Níkaragva í tíðum heimsóknum sínum þangað. Maradiaga sagðist hafa óskað eftir refsiaðgerðum gegn embættismönnum sem hefðu framið glæpi gegn mannkyninu, ekki níkaragvösku þjóðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmaður Maradiaga segir að lögreglumenn hafi barið hann þannig að hann bólgnaði í andliti við handtökuna. Honum sé nú haldið á óþekktum stað. Juan Sebastián Chamorro, hagfræðingur og líklegur forsetaframbjóðandi, og José Adán Aguerri, annar hagfræðingur eru nú í haldi lögreglu en Violeta Granera, félagsfræðingur og stjórnarandstæðingur, í stofufangelsi á heimili sínu. Í síðustu viku handtóku yfirvöld þau Christiönu Chamorro sem hafði þá rétt lýst yfir framboði til forseta og Arturo Cruz, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og líklegan forsetaframbjóðanda. Chamorro er enn í stofufangelsi en dómari úrskurðaði Cruz í þriggja mánaða gæsluvarðhald í gær. Félix Maradiaga var líklegur forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar. Hann var handtekinn fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara þar sem hann hafði verið yfirheyrðu í fjórar klukkustundir.AP/Alfredo Zuniga Alþjóðasamfélagið komi fram við Ortega sem einræðisherra José Miguel Vivano, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segist aldrei hafa séð aðrar eins aðfarir og þær sem stjórn Ortega viðhafi nú gegn stjórnarandstæðingum í þrjátíu ár. Alþjóðlegra aðgerða sér þörf til að stöðva Ortega. Eftir að Maradiaga var handtekinn tísti Julie Chung, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar gagnvart Rómönsku Ameríku, að enginn þyrftu lengur að velkjast í vafa um hvort að Ortega væri í raun einræðisherra eftir gerræðislegar handtökur á stjórnarandstöðuleiðtogum undanfarna daga. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki um annað að velja en að koma fram við hann sem slíkan,“ tísti hún. Presidential candidate Felix Maradiaga s arbitrary arrest- the 3rd Nicaraguan opposition leader arrested in 10 days - should resolve any remaining doubts about Ortega s credentials as a dictator. The international community has no choice but to treat him as such.— Julie Chung (@WHAAsstSecty) June 8, 2021 Ortega hefur verið forseti samfellt frá 2006 og á þeim tíma hefur hann safnað öllum völdum í landinu á sínar hendur. Gerði hann Rosario Murillo, eiginkonu sína, að varaforseta þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Murillo lýstu stjórnarandstöðuleiðtogunum handteknu sem „hryðjuverkamönnum“ og „glæpamönnum“ í gær. Fjölskylda Ortega og aðrir leiðtoga í Sandínistahreyfingunni hafa einnig makað krókinn sem var ein af ástæðum harðra mótmæla gegn stjórn Ortega frá 2018 til 2018. Öryggissveitir hans drápu þá hundruð mótmælenda. Upphaflega leiddi Ortega vinstrisinnuðu skæruliðasveitina sandínista og steypti einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979. Ortega tapaði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum sem voru haldnar eftir byltinguna árið 1990. Sú sem bar sigurorð af honum var Violeta Chamorro, móðir Christiönu sem Ortega hefur nú fangelsað. Níkaragva Bandaríkin Tengdar fréttir Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Tveir þeirra sem voru handteknir í gær voru taldir líklegir til að bjóða sig fram til forseta gegn Ortega í nóvember. Ortega sækist eftir fimmta kjörtímabili sínu og því fjórða í röð. Hann lét afnema ákvæði í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti fyrir kosningar árið 2016. Ríkisstjórn hans leggur nú allt kapp á að ryðja helstu keppinautum hans úr vegi fyrir haustið. Fjórmenningarnir sem voru handteknir í gær eru allir sakaðir um að vinna gegn fullveldi og sjálfstæðis Níkaragva á grundvelli nýrra landráðalaga sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Lögin gera stjórnvöldum kleift að banna fólki að bjóða sig fram til opinbers embættis ef þau telja það landráðamenn. Þá er hægt að dæma meinta svikara í allt að fimmtán ára fangelsi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barinn og haldið á óþekktum stað Félix Maradiaga, fræðimaður og aðgerðasinni sem hugði að forsetaframboði, var handtekinn þegar hann yfirgaf skrifstofu ríkissaksóknara Níkaragva í gær. Þangað hafði hann verið boðaður í viðtal skyndilega. Rétt áður en hann var tekinn höndum sagði Maradiaga að hann hefði verið yfirheyrður í fjórar klukkustundir í tengslum við félagasamtök um efnahagsmál sem hann stýrði eitt sinn. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði tengsl við fíkniefnahringi og hvort hann hefði farið fram á að Bandaríkjastjórn legði refsiaðgerðir á Níkaragva í tíðum heimsóknum sínum þangað. Maradiaga sagðist hafa óskað eftir refsiaðgerðum gegn embættismönnum sem hefðu framið glæpi gegn mannkyninu, ekki níkaragvösku þjóðinni, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögmaður Maradiaga segir að lögreglumenn hafi barið hann þannig að hann bólgnaði í andliti við handtökuna. Honum sé nú haldið á óþekktum stað. Juan Sebastián Chamorro, hagfræðingur og líklegur forsetaframbjóðandi, og José Adán Aguerri, annar hagfræðingur eru nú í haldi lögreglu en Violeta Granera, félagsfræðingur og stjórnarandstæðingur, í stofufangelsi á heimili sínu. Í síðustu viku handtóku yfirvöld þau Christiönu Chamorro sem hafði þá rétt lýst yfir framboði til forseta og Arturo Cruz, fyrrverandi sendiherra í Bandaríkjunum og líklegan forsetaframbjóðanda. Chamorro er enn í stofufangelsi en dómari úrskurðaði Cruz í þriggja mánaða gæsluvarðhald í gær. Félix Maradiaga var líklegur forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar. Hann var handtekinn fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara þar sem hann hafði verið yfirheyrðu í fjórar klukkustundir.AP/Alfredo Zuniga Alþjóðasamfélagið komi fram við Ortega sem einræðisherra José Miguel Vivano, forstöðumaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segist aldrei hafa séð aðrar eins aðfarir og þær sem stjórn Ortega viðhafi nú gegn stjórnarandstæðingum í þrjátíu ár. Alþjóðlegra aðgerða sér þörf til að stöðva Ortega. Eftir að Maradiaga var handtekinn tísti Julie Chung, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar gagnvart Rómönsku Ameríku, að enginn þyrftu lengur að velkjast í vafa um hvort að Ortega væri í raun einræðisherra eftir gerræðislegar handtökur á stjórnarandstöðuleiðtogum undanfarna daga. „Alþjóðasamfélagið hefur ekki um annað að velja en að koma fram við hann sem slíkan,“ tísti hún. Presidential candidate Felix Maradiaga s arbitrary arrest- the 3rd Nicaraguan opposition leader arrested in 10 days - should resolve any remaining doubts about Ortega s credentials as a dictator. The international community has no choice but to treat him as such.— Julie Chung (@WHAAsstSecty) June 8, 2021 Ortega hefur verið forseti samfellt frá 2006 og á þeim tíma hefur hann safnað öllum völdum í landinu á sínar hendur. Gerði hann Rosario Murillo, eiginkonu sína, að varaforseta þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Murillo lýstu stjórnarandstöðuleiðtogunum handteknu sem „hryðjuverkamönnum“ og „glæpamönnum“ í gær. Fjölskylda Ortega og aðrir leiðtoga í Sandínistahreyfingunni hafa einnig makað krókinn sem var ein af ástæðum harðra mótmæla gegn stjórn Ortega frá 2018 til 2018. Öryggissveitir hans drápu þá hundruð mótmælenda. Upphaflega leiddi Ortega vinstrisinnuðu skæruliðasveitina sandínista og steypti einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979. Ortega tapaði í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum sem voru haldnar eftir byltinguna árið 1990. Sú sem bar sigurorð af honum var Violeta Chamorro, móðir Christiönu sem Ortega hefur nú fangelsað.
Níkaragva Bandaríkin Tengdar fréttir Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15