Bæta við mannskap til að mæta neyðarástandi á bráðamóttöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 20:02 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum. Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira