Þýska götublaðið Tag24 fjallar um málið og veltir því fyrir sér hvort Nathalia og Rúrik séu hætt saman.
Saman í Allir geta dansað
Nathalia birti í dag skjáskot af skilaboðum sem hún hafði fengið send á Instagram (sjá neðst í fréttinni) þar sem fólk hafði bent henni á að Rúrik væri á grísku eyjunni Mykonos með þýsku leikkonunni Velentinu Pahde, sem tók þátt í þýsku útgáfu Allir geta dansað, sem Rúrik vann.
„Takk fyrir öll skilaboðin og myndirnar. Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi haldið fram hjá mér með henni. Ég hef spurt hann svo oft en Rúrik hefur alltaf neitað fyrir það. Gangi þeim allt í haginn…“ skrifaði Nathalia við skjáskotið sem hún birti í Instagram-sögu sinni (e. Instagram story).
Hún hefur nú eytt sögunni en sem fyrr segir er hún ekki að fylgja Rúrik lengur á miðlinum. Hann fylgir henni þó enn.
Samkvæmt miðlinum Tag24 er vitað að Pahde sé í fríi á Mykonos en það má sjá af nýlegum færslum hennar af Instagram.
Það er erfitt að dæma um það hverjir eru á myndunum sem Nathalia fékk sendar og setti í Instagram-sögu sína en fólkið gæti vel verið Rúrik og Pahde.
Rúrik og Nathalia byrjuðu saman í lok árs 2018. Hvort samband þeirra sé nú á enda komið er ekki alveg ljóst en það verður að teljast undarlegt að Nathalia sé hætt að fylgja kærastanum á Instagram.
Nathalia birti þetta skjáskot í sögu á Instagram en eyddi því síðan út:
