Það keppir enginn Íslendingur á staðnum í undanúrslitum í ár því bæði undanúrslitamótin sem eru með íslenska keppendur eru netkeppnir.
Íslenska fólkið tryggir sér sæti í gegnum Evrópu og þar ræður þjóðerni en ekki hvar viðkomandi hefur aðsetur. Katrín Tanja Daviðsdóttir æfir þannig í Bandaríkjunum en þarf samt að tryggja sér sæti á heimsleikunum í gegnum Evrópu.
Keppnir okkar fólks um helgina eru The German Throwdown í Þýskalandi og The Lowlands Throwdown í Hollandi. Mótin fara fram frá 11. til 13. júní en það má sjá keppendalistann hér fyrir neðan.
Fimm efstu karlar og konur á báðum þessum mótum tryggja sér sæti á heimsleikunum.
Ísland á alls sjö einstaklingskeppendur sem eru að berjast um farseðla á heimsleikana um helgina, þrjá karla og fjórar konur.
Katrín Tanja er jafnframt eini íslenska konan sem keppir á German Throwdown en allar hinar íslensku konurnar keppa á CrossFit Lowlands Throwdow í Hollandi. Anníe Mist Þórisdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir keppa því allar í hollenska mótinu.
Haraldur Holgersson og Þröstur Ólafson keppa aftur á móti báðir á þýska mótinu en Björgvin Karl Guðmundsson, BKG, er aftur á móti eini íslenski karlinn sem keppir á mótinu í Hollandi.
Einnig komst eitt lið, Crossfit Stöð, áfram í undanúrslitin frá Íslandi en það ber nafnið CFS Sport og er frá Crossfit Sporthúsinu. Íslenska liðið keppir á The Lowlands Throwdown í Hollandi.