Kalla eftir viðamikilli endurskoðun á fjölda Covid-tilfella á Indlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 09:14 Talið er að mun fleiri hafi smitast og dáið vegna Covid-19 á Indlandi en tölur benda til um. Getty/Bhushan Koyande Hérað á Indlandi hefur hækkað tölu látinna vegna Covid-19 um nokkur þúsund manns eftir að í ljós kom að mörg þúsund tilfelli höfðu ekki verið skráð í gagnagrunni héraðsins. Breytingin er talin varpa skýru ljósi á það að fjöldi dáinna vegna plágunnar sé mun meiri en opinberar tölur sýna. Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48
Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00