Að koma við kaunin á mönnum Ágústa Ágústsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:00 Ég verð nú að viðurkenna að ég varð nú frekar upp með mér þegar ég rakst á heila síðu tileinkaða mér í síðasta Bændablaði. Yfir því að hafa snert svo marga strengi hjá Ólafi Arnalds að hann hafi gefið sér tíma til slíkra ritstarfa. Ólafur virðist sannfærður um að þeir sem ekki eru honum sammála séu í afneitun, og noti það sem eins konar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir breytingar. Og þar sem ég tel rangt að land sé í hnignun þá verði afneitun mín ekki mikið skýrari fyrir Ólafi að hans mati. Ólafur býður mér svo í skreppitúr upp á Öxarfjarðarheiði eða út á Tjörnes til að finna land í afturför. Takk fyrir, gjarnan ! Skreppum fyrst upp á Öxarfjarðarheiði því myndin sem Ólafur birtir sýnir jú sannarlega land í slæmu ástandi, en hefur þó nákvæmlega ekkert með það að gera hvað átt hefur sér stað í heiðinni síðustu 45 árin eða svo. Landgræðsluverðlaun 2007 Árið 1976 leitaði Björn Benediktsson bóndi í Sandfellshaga eftir stuðningi Landgræðslunnar við uppgræðslu á heiðinni en var hafnað. Tók þá Björn sjálfur til sinna ráða og á hverju ári næstu 7 árin keypti hann 5 tonn af áburði sem hann sáði í heiðina. Að þeim tíma liðnum fékk hann heimsókn frá starfsmanni Landgræðslunnar, Andrési Arnalds, sem varð svo hrifin af þeim árangri sem Björn hafði náð að honum var loks úthlutað styrk til áframhaldandi góðra verka. Björn var svo á meðal þeirra sem hlutu fyrstu landgræðsluverðlaunin árið 1992. Landgræðslufélag Öxarfjarðahrepps hlaut síðan landgræðsluverðlaun árið 2007. Virk landbótaáætlun er í gangi sem að standa allir nýtingaraðilar Öxarfjarðarheiðar sem eru með samning um gæðastýringu í sauðfjárrækt, sveitarfélagið Norðurþing og Landgræðslufélag Öxfirðinga. Allt þetta er háð stuðningi og umsögnum m.a. Landgræðslu ríkisins og MAST. Bændur þessir hafa einnig verið þátttakendur í „Bændur græða landið“ í tugi ára. Á Öxarfjarðarheiði hefur, eins og víðast hvar annars staðar fé fækkað um ríflega helming á þessum áratugum. Og bændurnir sem bjuggu undir hlíðum heiðarinnar og óttuðust að landið þeirra myndi fjúka í burtu vegna gríðarlegs sand- og moldfoks, eru lausir við þann ótta í dag. Hlíðarnar eru orðnar birkigrónar langt upp í fjallshlíðar víðast hvar þar sem gróður hefur verið í mikilli framför á þessum tíma. Bændur græða landið á Tjörnesi Þá skulum við skreppa út á Tjörnes. Margir bæir hafa í yfir þrjátíu ár verið þátttakendur í „Bændur græða landið“ sem er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og landeiganda um uppgræðslu heimalanda. Skilyrt er að það land sem um ræðir sé lítið gróið eða ógróið og beitarálag hóflegt. Starfsmenn Landgræðslunnar meta ástand lands og ákveða hvort það uppfylli skilyrðin. Þó nokkrir bæir senda ekki lengur fé sitt upp í heiði. Sumir hafa hætt sauðfjárbúskap. Flestir aðrir hafa minnkað við sig. Einnig á Tjörnesinu hefur fé fækkað um meira en helming. Margir bændur hafa stundað uppgræðslu á jörðum sínum í hátt í 50 ár. Það má reyndar gleðjast yfir myndinni sem Ólafur sýnir okkur af Tjörnesinu. Ef myndin er skoðuð vel sést greinilega uppgræðsluárangur á svæðinu. Fallegur ljósgrænn og djúpgrænn litur sýnir okkur svæði sem búið er að græða og rofjaðrar búnir að lokast. Annars staðar sést hvar nýlega er búið að dreifa gömlu heyi (ljóskremaður litur) mjög víða í rofjaðra og munu með tímanum mynda gróðurþekju með fallegum grænum lit. Á hverju ári síðastliðinn 15 ár eða svo hafa bændur keypt um 12 tonn af áburði með stuðningi landbótasjóðs og sveitarfélagsins til uppgræðslu á heiðinni. Gríðarlegur árangur hefur náðst í endurheimt landgæða. Það land sem fyrst var sáð í hefur ekki verið snert á í um 10 ár. Þar hefur nú myndast villtur gróður eins og t.d. Beitilyng og bláberjalyng. Uppgræðsla á 20-30 hektara svæði í yfir 400 metra hæð yfir sjávarmáli hefur einnig gefið mjög góða svörun. Þar eins og annars staðar hefur vetrarbeit ekki verið stunduð í um og yfir 40 ár. Þetta sýnir fram á að sú orðræða Ólafs um að landnýtingarþáttur gæðastýringarinnar hafi misheppnast og lítið hald sé í, er lítið annað en áróðursblaðra full af lofti sem springur fljótt þegar stungið er á henni. Sorgleg afstaða Enn og aftur virðist Ólafur telja nóg að finna einhversstaðar einhvert afmarkað svæði eða blett þar sem land er illa gróið, taka af því mynd og skella því fram sem sönnun um land í hnignun. Algjör óþarfi virðist vera að hans mati að spyrja þeirra grundvallaspurninga „Hvernig leit heildarsvæðið út áður, hvað hefur verið gert og hver er árangurinn ?“. Og til að útskýra orð mín betur þá skulum við ímynda okkur að við Ólafur setjumst niður við sama borð. Á borðinu stendur tómt vatnsglas. Við getum á þessum tímapunkti verið sammála um að tómarúmið innan veggja glassins sé algjört. Núna helli ég vatni ofan í glasið. Hér skilja leiðir okkar Ólafs því ég færi rök fyrir því að tómarúmið hafi minnkað allverulega. Ólafur hins vegar tekur mynd af glasinu eftir að vatnið er komið ofan í og telur sig geta þarna sýnt fram á gríðarlegt tómarúm sem þurfi að fylla og þarna sé komin sönnun fyrir löku ástandi innan veggja glassins. Þá segir Óafur: „Það er fyrir löngu orðið tímabært að takmarka framleiðslu sauðfjárafurða við land í góðu ástandi.“ Já, förum í þessa umræðu ! Ólafur ætlar þá kannski að taka það hlutverk að sér að ríða um sveitir sem riddari náttúruverndarinnar og benda á þær sveitir sem ekki fái lengur að rækta sauðfé því land annars staðar sé svo mikið betra. Hann mun þá kannski benda á Öxfirðinga sem hefur verið eina sveitin á milli Húsavíkur og Melrakkasléttu sem hefur tekist með ágætum að halda í unga fólkið sem hefur skilað sér í mikilli aukningu barna á svæðinu og minnkað meðalaldurinn hratt niður. Það hefur því miður Keldhverfungum og Sléttungum (Melrakkaslétta) ekki tekist þrátt fyrir blómleg og frábær sauðfjárræktarsvæði. Það má segja að um helmingur allra jarða í Kelduhverfi sé orðin í eigu annarar og þriðju kynslóðar sem vilja ekki búa í sveitinni en nota bújarðirnar sem sumarbústaði nokkra daga á ári. Hlutfallið er enn hærra á Melrakkasléttu (þar sem við búum með okkar sauðfé) sem og allt of margra sveita um allt land. Hvernig ætlar Ólafur að fjölga bújörðum á „ásættanlegum“ svæðum til jafns við þær bújarðir sem hann vill skera niður? Og hvar á matslínan að liggja ? Það er verulega sorglegt svo ekki sé tekið sterkara til orða þegar maður heyrir talað í þessa átt. Auðvitað eiga þær sveitir að flagga því sem þær hafa, annað væri vitlaust. Bændur sem búa á gróskumiklum svæðum og stunda heimavinnslu á sínum afurðum, eiga umfram allt að markaðssetja sig á forsendum þess. Það er bara frábært að geta það. En ekki með því að upphefja sig á kostnað annarra. Það gerir lítið úr allri þeirri vinnu og þeim árangri sem hefur náðst síðustu áratugina í uppgræðslu lands. Þá er sérkennilegt að heyra að Ólafur sé búinn að sitja og bíða í áraraðir eftir hentugri niðurstöðu og beitir því fyrir sig að biðtíminn fari beinlínis gegn náttúruverndarlögum. Þá mætti kannski bjóða Ólafi að standa upp úr stólnum og líta í kringum sig. Því að á meðan hann bíður alltaf, þá eru áratugir síðan að bændur og landeigendur stóðu upp, brettu fram úr ermum og fóru að græða upp sitt land. Spilað á tilfinningar fólks Ólafur byrjar reyndar á því að höfða til tilfinninga fólks með því að tala um framleiðslustyrki greinarinnar á ári hverju og að ekki sé óeðlileg krafa að nýting sem svo myndarlega sé styrkt, fari ekki fram á vistkerfum í lélegu ástandi, að hún valdi ekki hnignun vistkerfa, eða stuðli ekki að losun gróðurhúsalofttegunda. Að tengja framleiðslustyrki greinarinnar við hnignun landsins er gríðarlega ófyrilitleg aðferð Ólafs við að afvegaleiða umræðuna svo ég tali nú ekki um þá afneitun hans á þeim miklu landbótum sem átt hafa sér stað undanfarna áratugi um allt land. Þegar beit er hagabót Tölum aðeins um kolefni og loftslag. Þá vil ég vitna í afar merka grein Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við Hólaskóla sem birtist í Bændablaðinu þann 29. apríl síðastliðinn undir heitinu „Graslendi, kolefni og loftslag – eru tengsl þar á milli?“. Þar fjallar hún m.a. um hið fornkveðna „að beit sé hagabót“. Þar færir Anna t.d. rök fyrir því að hið stutta og breytilega sumar á norðurslóðum hafi kallað fram aðlögun plantna sem felst m.a. í því að norðurslóðaplöntur og fjallaplöntur treysti lítið á kynæxlun en fjölga sér aðallega með neðanjarðarrenglum og -sprotum sem tengir ofanjarðarsprota á stóru svæði saman. „Í mörgum gróðurlendum á norðurslóðum er mjög virkt neðanjarðaframfærslukerfi milli plöntusprota fjölmargra tegunda sem flytur næringu á milli, ef þarf. Ef einn sproti eða fleiri eru bitnir þá fá þeir aðstoð við að koma sér aftur af stað frá tengdum sprotum (systrasprotum) sem ekki voru bitnir. Þá skiptir líka miklu máli að ljóstillífun á norðurslóðum er möguleg nær allan sólarhringinn stóran hluta vaxtartímabilsins, sem getur gefið mikla uppskeru í stuttan tíma. Því mætti frekar halda því fram að íslenskur úthagi sé sérlega vel aðlagaður nýtingu og standist beitina vel þann stutta tíma sem vaxtartímabilið er.“ Annars staðar segir hún „Það sem skilur grös og skyldar plöntur sérstaklega frá trjám og trjákenndum plöntum er hvar inneignin er lögð; þ.e. hvar plantan geymir mest af sínu kolefni. Í graslendi getur allt að 98% af heildarkolefni vistkerfisins verið bundið í lífrænu efni í jarðveginum meðan hlutfallið er öfugt í skógi. Fjölmargar rannsóknaniðurstöður sem fram hafa komið nú síðustu ár benda til að graslendi sé ekki síður – og jafnvel enn betur til þess fallið að binda kolefni en ræktaður skógur.“ Þá skrifar Sigurður Magnússon gróðurvistfræðingur eftirfarandi í tengslum við sínar rannsóknir á Hrunamannaafrétt. „Almennt er talið að beit verði til þess að hraða hringrás næringarefna í vistkerfum en á beittu landi flytjast næringarefni hraðar úr gróðri til jarðvegs (með taði og þvagi) en á friðuðu. Það má því segja að beitin valdi því að gróðurvélin gangi hraðar. Á beittu landi flytjast næringarefni einnig auðveldar milli svæða, svo sem með taði og þvagi, en á óbeittu landi. Auk þess getur sauðfé dreift fræi sumra plöntutegunda á nýja staði, annaðhvort innvortis eða útvortis.“ Þá bendir Sigurður einnig á mögulegar leiðir um nýtingu og uppgræðsluaðgerðir á afréttum. „Að beitarfriða afréttinn og láta náttúruna um að græða landið er kostur sem kemur til álita. Það myndi hins vegar þýða að land mun sums staðar halda áfram að rofna í nokkrum mæli, að minnsta kosti um alllangan tíma og kolefnisbinding yrði frekar hæg, einkum í byrjun. Að beita afréttarlandið „hóflega“ og vinna jafnframt að uppgræðslu í samvinnu við bændur og fleiri aðila, er sennilega álitlegasta leiðin“. Að lokum áréttar Sigurður að grein hans beri ekki að skoða sem lausn á meðferð afréttarlanda á hálendi Íslands heldur sem innlegg í þá umræðu sem þarf að fara fram um það efni á næstunni. Að gera fólki upp skoðanir Ólafur gerist þá einnig svo álitlegur að gera mér upp skoðanir og stillir mér upp sem „hliðstæðu í baráttu hagsmunahópa og pólitíkusa sem afneita loftlagsbreytingum og berjast gegn umskiptum yfir í endurnýjanlega orkugjafa í stað kola og olíu, iðullega af miklum ofsa“. Það er með ólíkindum hvað mönnum tekst að leggjast lágt í hrokanum og yfirlætinu þegar þeim er svarað. Ég ætla svo sem ekki að eyða mörgum orðum í að svara slíkum dónaskap og fordómum en tel það miklu fremur lýsa manngerð þess sem skrifar slíkt en einhverju öðru. Og segir kannski meira en þúsund orð þegar menn bregðast við með þessum hætti. Það gera menn stundum þegar komið er við kaunin á þeim. Ég læt hér í lokin fylgja með mynd sem mér finnst einkar lýsandi fyrir þau rétttrúnaðartrúarbrögð sem stanslaust breiða út boðskap sinn um þessar mundir. Þar inni gildir eingöngu hið heilaga orð og litið er á gagnrýna hugsun sem mikla ógn við öryggi og tilvist söfnuðarins. Og eins og ég hef áður skrifað að þá fyrst breytist náttúruverndin í andhverfu sína þegar hún breytist í trúarbrögð. Sú útkoma verður aldrei góð. Og þeir sem dirfast að standa upp með aðra skoðun og sjónarhorn eru umsvifalaust sakaðir um að vera í vélráðum með djöflinum. Það má því velta því upp hvort gagnrýn hugsun, víðsýni og rökhyggja eigi ekki lengur jafn mikinn rétt á sér og áður? Erum við í alvörunni hætt að spyrja nauðsynlegra spurninga af því að við nennum því ekki lengur eða vegna hræðslu okkar við viðbrögð þeirra sem boða út fagnaðarerindið? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi, lýðræðissinni og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég verð nú að viðurkenna að ég varð nú frekar upp með mér þegar ég rakst á heila síðu tileinkaða mér í síðasta Bændablaði. Yfir því að hafa snert svo marga strengi hjá Ólafi Arnalds að hann hafi gefið sér tíma til slíkra ritstarfa. Ólafur virðist sannfærður um að þeir sem ekki eru honum sammála séu í afneitun, og noti það sem eins konar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir breytingar. Og þar sem ég tel rangt að land sé í hnignun þá verði afneitun mín ekki mikið skýrari fyrir Ólafi að hans mati. Ólafur býður mér svo í skreppitúr upp á Öxarfjarðarheiði eða út á Tjörnes til að finna land í afturför. Takk fyrir, gjarnan ! Skreppum fyrst upp á Öxarfjarðarheiði því myndin sem Ólafur birtir sýnir jú sannarlega land í slæmu ástandi, en hefur þó nákvæmlega ekkert með það að gera hvað átt hefur sér stað í heiðinni síðustu 45 árin eða svo. Landgræðsluverðlaun 2007 Árið 1976 leitaði Björn Benediktsson bóndi í Sandfellshaga eftir stuðningi Landgræðslunnar við uppgræðslu á heiðinni en var hafnað. Tók þá Björn sjálfur til sinna ráða og á hverju ári næstu 7 árin keypti hann 5 tonn af áburði sem hann sáði í heiðina. Að þeim tíma liðnum fékk hann heimsókn frá starfsmanni Landgræðslunnar, Andrési Arnalds, sem varð svo hrifin af þeim árangri sem Björn hafði náð að honum var loks úthlutað styrk til áframhaldandi góðra verka. Björn var svo á meðal þeirra sem hlutu fyrstu landgræðsluverðlaunin árið 1992. Landgræðslufélag Öxarfjarðahrepps hlaut síðan landgræðsluverðlaun árið 2007. Virk landbótaáætlun er í gangi sem að standa allir nýtingaraðilar Öxarfjarðarheiðar sem eru með samning um gæðastýringu í sauðfjárrækt, sveitarfélagið Norðurþing og Landgræðslufélag Öxfirðinga. Allt þetta er háð stuðningi og umsögnum m.a. Landgræðslu ríkisins og MAST. Bændur þessir hafa einnig verið þátttakendur í „Bændur græða landið“ í tugi ára. Á Öxarfjarðarheiði hefur, eins og víðast hvar annars staðar fé fækkað um ríflega helming á þessum áratugum. Og bændurnir sem bjuggu undir hlíðum heiðarinnar og óttuðust að landið þeirra myndi fjúka í burtu vegna gríðarlegs sand- og moldfoks, eru lausir við þann ótta í dag. Hlíðarnar eru orðnar birkigrónar langt upp í fjallshlíðar víðast hvar þar sem gróður hefur verið í mikilli framför á þessum tíma. Bændur græða landið á Tjörnesi Þá skulum við skreppa út á Tjörnes. Margir bæir hafa í yfir þrjátíu ár verið þátttakendur í „Bændur græða landið“ sem er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og landeiganda um uppgræðslu heimalanda. Skilyrt er að það land sem um ræðir sé lítið gróið eða ógróið og beitarálag hóflegt. Starfsmenn Landgræðslunnar meta ástand lands og ákveða hvort það uppfylli skilyrðin. Þó nokkrir bæir senda ekki lengur fé sitt upp í heiði. Sumir hafa hætt sauðfjárbúskap. Flestir aðrir hafa minnkað við sig. Einnig á Tjörnesinu hefur fé fækkað um meira en helming. Margir bændur hafa stundað uppgræðslu á jörðum sínum í hátt í 50 ár. Það má reyndar gleðjast yfir myndinni sem Ólafur sýnir okkur af Tjörnesinu. Ef myndin er skoðuð vel sést greinilega uppgræðsluárangur á svæðinu. Fallegur ljósgrænn og djúpgrænn litur sýnir okkur svæði sem búið er að græða og rofjaðrar búnir að lokast. Annars staðar sést hvar nýlega er búið að dreifa gömlu heyi (ljóskremaður litur) mjög víða í rofjaðra og munu með tímanum mynda gróðurþekju með fallegum grænum lit. Á hverju ári síðastliðinn 15 ár eða svo hafa bændur keypt um 12 tonn af áburði með stuðningi landbótasjóðs og sveitarfélagsins til uppgræðslu á heiðinni. Gríðarlegur árangur hefur náðst í endurheimt landgæða. Það land sem fyrst var sáð í hefur ekki verið snert á í um 10 ár. Þar hefur nú myndast villtur gróður eins og t.d. Beitilyng og bláberjalyng. Uppgræðsla á 20-30 hektara svæði í yfir 400 metra hæð yfir sjávarmáli hefur einnig gefið mjög góða svörun. Þar eins og annars staðar hefur vetrarbeit ekki verið stunduð í um og yfir 40 ár. Þetta sýnir fram á að sú orðræða Ólafs um að landnýtingarþáttur gæðastýringarinnar hafi misheppnast og lítið hald sé í, er lítið annað en áróðursblaðra full af lofti sem springur fljótt þegar stungið er á henni. Sorgleg afstaða Enn og aftur virðist Ólafur telja nóg að finna einhversstaðar einhvert afmarkað svæði eða blett þar sem land er illa gróið, taka af því mynd og skella því fram sem sönnun um land í hnignun. Algjör óþarfi virðist vera að hans mati að spyrja þeirra grundvallaspurninga „Hvernig leit heildarsvæðið út áður, hvað hefur verið gert og hver er árangurinn ?“. Og til að útskýra orð mín betur þá skulum við ímynda okkur að við Ólafur setjumst niður við sama borð. Á borðinu stendur tómt vatnsglas. Við getum á þessum tímapunkti verið sammála um að tómarúmið innan veggja glassins sé algjört. Núna helli ég vatni ofan í glasið. Hér skilja leiðir okkar Ólafs því ég færi rök fyrir því að tómarúmið hafi minnkað allverulega. Ólafur hins vegar tekur mynd af glasinu eftir að vatnið er komið ofan í og telur sig geta þarna sýnt fram á gríðarlegt tómarúm sem þurfi að fylla og þarna sé komin sönnun fyrir löku ástandi innan veggja glassins. Þá segir Óafur: „Það er fyrir löngu orðið tímabært að takmarka framleiðslu sauðfjárafurða við land í góðu ástandi.“ Já, förum í þessa umræðu ! Ólafur ætlar þá kannski að taka það hlutverk að sér að ríða um sveitir sem riddari náttúruverndarinnar og benda á þær sveitir sem ekki fái lengur að rækta sauðfé því land annars staðar sé svo mikið betra. Hann mun þá kannski benda á Öxfirðinga sem hefur verið eina sveitin á milli Húsavíkur og Melrakkasléttu sem hefur tekist með ágætum að halda í unga fólkið sem hefur skilað sér í mikilli aukningu barna á svæðinu og minnkað meðalaldurinn hratt niður. Það hefur því miður Keldhverfungum og Sléttungum (Melrakkaslétta) ekki tekist þrátt fyrir blómleg og frábær sauðfjárræktarsvæði. Það má segja að um helmingur allra jarða í Kelduhverfi sé orðin í eigu annarar og þriðju kynslóðar sem vilja ekki búa í sveitinni en nota bújarðirnar sem sumarbústaði nokkra daga á ári. Hlutfallið er enn hærra á Melrakkasléttu (þar sem við búum með okkar sauðfé) sem og allt of margra sveita um allt land. Hvernig ætlar Ólafur að fjölga bújörðum á „ásættanlegum“ svæðum til jafns við þær bújarðir sem hann vill skera niður? Og hvar á matslínan að liggja ? Það er verulega sorglegt svo ekki sé tekið sterkara til orða þegar maður heyrir talað í þessa átt. Auðvitað eiga þær sveitir að flagga því sem þær hafa, annað væri vitlaust. Bændur sem búa á gróskumiklum svæðum og stunda heimavinnslu á sínum afurðum, eiga umfram allt að markaðssetja sig á forsendum þess. Það er bara frábært að geta það. En ekki með því að upphefja sig á kostnað annarra. Það gerir lítið úr allri þeirri vinnu og þeim árangri sem hefur náðst síðustu áratugina í uppgræðslu lands. Þá er sérkennilegt að heyra að Ólafur sé búinn að sitja og bíða í áraraðir eftir hentugri niðurstöðu og beitir því fyrir sig að biðtíminn fari beinlínis gegn náttúruverndarlögum. Þá mætti kannski bjóða Ólafi að standa upp úr stólnum og líta í kringum sig. Því að á meðan hann bíður alltaf, þá eru áratugir síðan að bændur og landeigendur stóðu upp, brettu fram úr ermum og fóru að græða upp sitt land. Spilað á tilfinningar fólks Ólafur byrjar reyndar á því að höfða til tilfinninga fólks með því að tala um framleiðslustyrki greinarinnar á ári hverju og að ekki sé óeðlileg krafa að nýting sem svo myndarlega sé styrkt, fari ekki fram á vistkerfum í lélegu ástandi, að hún valdi ekki hnignun vistkerfa, eða stuðli ekki að losun gróðurhúsalofttegunda. Að tengja framleiðslustyrki greinarinnar við hnignun landsins er gríðarlega ófyrilitleg aðferð Ólafs við að afvegaleiða umræðuna svo ég tali nú ekki um þá afneitun hans á þeim miklu landbótum sem átt hafa sér stað undanfarna áratugi um allt land. Þegar beit er hagabót Tölum aðeins um kolefni og loftslag. Þá vil ég vitna í afar merka grein Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við Hólaskóla sem birtist í Bændablaðinu þann 29. apríl síðastliðinn undir heitinu „Graslendi, kolefni og loftslag – eru tengsl þar á milli?“. Þar fjallar hún m.a. um hið fornkveðna „að beit sé hagabót“. Þar færir Anna t.d. rök fyrir því að hið stutta og breytilega sumar á norðurslóðum hafi kallað fram aðlögun plantna sem felst m.a. í því að norðurslóðaplöntur og fjallaplöntur treysti lítið á kynæxlun en fjölga sér aðallega með neðanjarðarrenglum og -sprotum sem tengir ofanjarðarsprota á stóru svæði saman. „Í mörgum gróðurlendum á norðurslóðum er mjög virkt neðanjarðaframfærslukerfi milli plöntusprota fjölmargra tegunda sem flytur næringu á milli, ef þarf. Ef einn sproti eða fleiri eru bitnir þá fá þeir aðstoð við að koma sér aftur af stað frá tengdum sprotum (systrasprotum) sem ekki voru bitnir. Þá skiptir líka miklu máli að ljóstillífun á norðurslóðum er möguleg nær allan sólarhringinn stóran hluta vaxtartímabilsins, sem getur gefið mikla uppskeru í stuttan tíma. Því mætti frekar halda því fram að íslenskur úthagi sé sérlega vel aðlagaður nýtingu og standist beitina vel þann stutta tíma sem vaxtartímabilið er.“ Annars staðar segir hún „Það sem skilur grös og skyldar plöntur sérstaklega frá trjám og trjákenndum plöntum er hvar inneignin er lögð; þ.e. hvar plantan geymir mest af sínu kolefni. Í graslendi getur allt að 98% af heildarkolefni vistkerfisins verið bundið í lífrænu efni í jarðveginum meðan hlutfallið er öfugt í skógi. Fjölmargar rannsóknaniðurstöður sem fram hafa komið nú síðustu ár benda til að graslendi sé ekki síður – og jafnvel enn betur til þess fallið að binda kolefni en ræktaður skógur.“ Þá skrifar Sigurður Magnússon gróðurvistfræðingur eftirfarandi í tengslum við sínar rannsóknir á Hrunamannaafrétt. „Almennt er talið að beit verði til þess að hraða hringrás næringarefna í vistkerfum en á beittu landi flytjast næringarefni hraðar úr gróðri til jarðvegs (með taði og þvagi) en á friðuðu. Það má því segja að beitin valdi því að gróðurvélin gangi hraðar. Á beittu landi flytjast næringarefni einnig auðveldar milli svæða, svo sem með taði og þvagi, en á óbeittu landi. Auk þess getur sauðfé dreift fræi sumra plöntutegunda á nýja staði, annaðhvort innvortis eða útvortis.“ Þá bendir Sigurður einnig á mögulegar leiðir um nýtingu og uppgræðsluaðgerðir á afréttum. „Að beitarfriða afréttinn og láta náttúruna um að græða landið er kostur sem kemur til álita. Það myndi hins vegar þýða að land mun sums staðar halda áfram að rofna í nokkrum mæli, að minnsta kosti um alllangan tíma og kolefnisbinding yrði frekar hæg, einkum í byrjun. Að beita afréttarlandið „hóflega“ og vinna jafnframt að uppgræðslu í samvinnu við bændur og fleiri aðila, er sennilega álitlegasta leiðin“. Að lokum áréttar Sigurður að grein hans beri ekki að skoða sem lausn á meðferð afréttarlanda á hálendi Íslands heldur sem innlegg í þá umræðu sem þarf að fara fram um það efni á næstunni. Að gera fólki upp skoðanir Ólafur gerist þá einnig svo álitlegur að gera mér upp skoðanir og stillir mér upp sem „hliðstæðu í baráttu hagsmunahópa og pólitíkusa sem afneita loftlagsbreytingum og berjast gegn umskiptum yfir í endurnýjanlega orkugjafa í stað kola og olíu, iðullega af miklum ofsa“. Það er með ólíkindum hvað mönnum tekst að leggjast lágt í hrokanum og yfirlætinu þegar þeim er svarað. Ég ætla svo sem ekki að eyða mörgum orðum í að svara slíkum dónaskap og fordómum en tel það miklu fremur lýsa manngerð þess sem skrifar slíkt en einhverju öðru. Og segir kannski meira en þúsund orð þegar menn bregðast við með þessum hætti. Það gera menn stundum þegar komið er við kaunin á þeim. Ég læt hér í lokin fylgja með mynd sem mér finnst einkar lýsandi fyrir þau rétttrúnaðartrúarbrögð sem stanslaust breiða út boðskap sinn um þessar mundir. Þar inni gildir eingöngu hið heilaga orð og litið er á gagnrýna hugsun sem mikla ógn við öryggi og tilvist söfnuðarins. Og eins og ég hef áður skrifað að þá fyrst breytist náttúruverndin í andhverfu sína þegar hún breytist í trúarbrögð. Sú útkoma verður aldrei góð. Og þeir sem dirfast að standa upp með aðra skoðun og sjónarhorn eru umsvifalaust sakaðir um að vera í vélráðum með djöflinum. Það má því velta því upp hvort gagnrýn hugsun, víðsýni og rökhyggja eigi ekki lengur jafn mikinn rétt á sér og áður? Erum við í alvörunni hætt að spyrja nauðsynlegra spurninga af því að við nennum því ekki lengur eða vegna hræðslu okkar við viðbrögð þeirra sem boða út fagnaðarerindið? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi, lýðræðissinni og náttúruverndarsinni.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar