Martin getur komust í lokaúrslitin í kvöld: „Góðan daginn, Hermannsson“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 14:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia liðinu í vetur. Getty/Mike Kireev Valencia og Real Madrid spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum á móti Barcelona eða Lenovo Tenerife en staðan er 1-1 í báðum einvígum. Oddaleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og íslenskt körfuboltaáhugafólk fær því flottan körfuboltaleik á kvöldi þegar Domino's deildin er í fríi. Leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Real Madrid vann fyrsta leikinn í einvíginu með ellefu stigum, 81-70, og deildarmeistararnir voru þá búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið þeirra kom í síðasta leik. Valencia liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí og jafnaði metin í einvíginu með sannfærandi átján stiga sigri í leik tvö, 85-67. Þetta er annar oddaleikur Valencia í þessari úrslitakeppni og liðið er að fara spila sinn sjötta leik á ellefu dögum. Bon dia, Fonteta!Góðan daginn, @hermannsson15!1 -1 ... ¡y mañana el tercero! @RMBaloncesto P3 #PlayoffLigaEndesa Jueves, 22h @vamos @CocaCola_es#EActíVate pic.twitter.com/Kj6Vkk9p58— Valencia Basket Club (@valenciabasket) June 9, 2021 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var mjög góður í öðrum leiknum á móti Real Madrid þar sem hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar á aðeins sautján mínútum. Valencia vann með fimmtán stigum þegar Martin var inn á vellinum. Hann fékk líka eitt „Góðan daginn, Hermannsson“ á samfélagsmiðlum Valencia. Martin var með 11 stig á 16 mínútum í fyrsta leiknun. Hann er því búinn að spila 33 mínútur í einvíginu og á þeim er íslenski landsliðsbakvörðurinn með 20 stig og 6 stoðsendingar sem er frábær tölfræði. Valencia er +19 með hann inn á vellinum en -12 með hann á bekknum. Lið Real Madrid og Valencia þekkjst mjög vel enda hafa þau þegar mæst sjö sinnum á tímabilinu, í deildinni, í úrslitakeppninni og í Euroleage. Valencia hefur unnið fjóra af þessum sjö leikjum og sigur í kvöld myndi þýða að deildarmeistararnir væru úr leik. Martin @hermannsson15, ¡especialista sobre la bocina!#LigaEndesa pic.twitter.com/KM1RM2Qy9E— Liga Endesa (@ACBCOM) June 10, 2021 Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67) Spænski körfuboltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Oddaleikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og íslenskt körfuboltaáhugafólk fær því flottan körfuboltaleik á kvöldi þegar Domino's deildin er í fríi. Leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid og hefst klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Real Madrid vann fyrsta leikinn í einvíginu með ellefu stigum, 81-70, og deildarmeistararnir voru þá búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið þeirra kom í síðasta leik. Valencia liðið var ekki tilbúið að fara í sumarfrí og jafnaði metin í einvíginu með sannfærandi átján stiga sigri í leik tvö, 85-67. Þetta er annar oddaleikur Valencia í þessari úrslitakeppni og liðið er að fara spila sinn sjötta leik á ellefu dögum. Bon dia, Fonteta!Góðan daginn, @hermannsson15!1 -1 ... ¡y mañana el tercero! @RMBaloncesto P3 #PlayoffLigaEndesa Jueves, 22h @vamos @CocaCola_es#EActíVate pic.twitter.com/Kj6Vkk9p58— Valencia Basket Club (@valenciabasket) June 9, 2021 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson var mjög góður í öðrum leiknum á móti Real Madrid þar sem hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar á aðeins sautján mínútum. Valencia vann með fimmtán stigum þegar Martin var inn á vellinum. Hann fékk líka eitt „Góðan daginn, Hermannsson“ á samfélagsmiðlum Valencia. Martin var með 11 stig á 16 mínútum í fyrsta leiknun. Hann er því búinn að spila 33 mínútur í einvíginu og á þeim er íslenski landsliðsbakvörðurinn með 20 stig og 6 stoðsendingar sem er frábær tölfræði. Valencia er +19 með hann inn á vellinum en -12 með hann á bekknum. Lið Real Madrid og Valencia þekkjst mjög vel enda hafa þau þegar mæst sjö sinnum á tímabilinu, í deildinni, í úrslitakeppninni og í Euroleage. Valencia hefur unnið fjóra af þessum sjö leikjum og sigur í kvöld myndi þýða að deildarmeistararnir væru úr leik. Martin @hermannsson15, ¡especialista sobre la bocina!#LigaEndesa pic.twitter.com/KM1RM2Qy9E— Liga Endesa (@ACBCOM) June 10, 2021 Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67)
Leikir Real Madrid og Valencia í vetur: Euroleague 8. október: Valencia vann með 16 stigum (93-77) Deildin 1. nóvember: Real Madrid vann með 8 stigum (86-78) Konungsbikarinn 11. febrúar: Real Madrid vann með 11 stigum (85-74) Euroleague 19. febrúar: Valencia vann með 11 stigum (89-78) Deildin 9. maí: Valencia vann með 10 stigum (79-69) Úrslitakeppnin 6. júní: Real Madrid vann með 11 stigum (81-70) Úrslitakeppnin 8. júní: Valencia vann með 18 stigum (85-67)
Spænski körfuboltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira