Frá þessu segir á vef Neytendastofu en um er að ræða bíla af gerðinni Mitsubishi Lancer Station Wagon, Lancer, Colt, Pajero Pinin, Space Runner, L400 og Pajero.
„Um er að ræða hluta af s.k Takata innköllun sem hefur verið í gangi um allan heim síðustu ár. Viðgerð felst í því að skipt verður um loftpúða bifreiðanna.
Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir í tilkynningunni