Vill sjá beittari sóknarleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 14:31 Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn á heimavelli í dag. vísir/sigurjón Þorsteinn Halldórsson vill sjá íslenska liðið spila beittari sóknarleik gegn Írlandi en það gerði gegn Ítalíu í fyrstu leikjunum undir hans stjórn. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Þorsteinn stýrir íslenska landsliðinu á heimavelli og fyrir framan áhorfendur. Þorsteinn kvaðst heilt yfir sáttur með frammistöðu Íslands í leikjunum tveimur gegn Ítalíu í apríl. Hann segir þó enn rúm til að bæta sóknarleikinn og vill sjá hann beittari. „Ég vil sjá okkur vera aðeins beinskeyttari og aðeins grimmari í pressu. Það eru helstu áherslurnar sem við erum að horfa í núna, að við spilum leikinn með ákveðið markmið í huga,“ sagði Þorsteinn. „Það voru ákveðin hlaup sem vantaði í sóknina hjá okkur. Við hlupum lítið aftur fyrir og buðum ekki upp á þá möguleika. Við þurfum að laga það og heilt yfir þurfum við að vera beinskeyttari og hreyfanlegri í sóknarleiknum.“ Þorsteinn segir stöðuna á íslenska hópnum góða. „Heilt yfir er staðan á mannskapnum mjög góð. Einstaka leikmenn komu úr meiðslum fyrir einhverjum tíma og búnar að æfa aðeins,“ sagði þjálfarinn. Þorsteini finnst leikmenn íslenska liðsins hafa verið móttækilegir fyrir hugmyndum hans og félaga hans í þjálfarateyminu. „Mjög svo. Það hefur gengið vel. Leikmenn hafa verið jákvæðir og almenn gleði og jákvæðni gagnvart okkur. Við erum sáttir með hvernig okkur hefur verið tekið. Enda væru þær í vandræðum ef þær hefðu tekið okkur illa,“ sagði Þorsteinn léttur að lokum. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. Þetta verður í fyrsta sinn sem Þorsteinn stýrir íslenska landsliðinu á heimavelli og fyrir framan áhorfendur. Þorsteinn kvaðst heilt yfir sáttur með frammistöðu Íslands í leikjunum tveimur gegn Ítalíu í apríl. Hann segir þó enn rúm til að bæta sóknarleikinn og vill sjá hann beittari. „Ég vil sjá okkur vera aðeins beinskeyttari og aðeins grimmari í pressu. Það eru helstu áherslurnar sem við erum að horfa í núna, að við spilum leikinn með ákveðið markmið í huga,“ sagði Þorsteinn. „Það voru ákveðin hlaup sem vantaði í sóknina hjá okkur. Við hlupum lítið aftur fyrir og buðum ekki upp á þá möguleika. Við þurfum að laga það og heilt yfir þurfum við að vera beinskeyttari og hreyfanlegri í sóknarleiknum.“ Þorsteinn segir stöðuna á íslenska hópnum góða. „Heilt yfir er staðan á mannskapnum mjög góð. Einstaka leikmenn komu úr meiðslum fyrir einhverjum tíma og búnar að æfa aðeins,“ sagði þjálfarinn. Þorsteini finnst leikmenn íslenska liðsins hafa verið móttækilegir fyrir hugmyndum hans og félaga hans í þjálfarateyminu. „Mjög svo. Það hefur gengið vel. Leikmenn hafa verið jákvæðir og almenn gleði og jákvæðni gagnvart okkur. Við erum sáttir með hvernig okkur hefur verið tekið. Enda væru þær í vandræðum ef þær hefðu tekið okkur illa,“ sagði Þorsteinn léttur að lokum. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira