Núverandi reglugerð gildir til 16. júní, sem er miðvikudagur í næstu viku.
Þórólfur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gott hjarðónæmi sé komið hér á landi. Það sé þó ekki orðið fullkomið meðal yngstu aldurshópanna.
Samkvæmt upplýsingum á covid.is hafa 72,8 prósent fólks yfir 16 ára aldri verið full- eða hálfbólusettir hér á landi, 29,2 prósent verið hálfbólusettir og 43,6 prósent verið fullbólusettir. Þá hafa 2,2 prósent fengið Covid-19 og/eða eru með mótefni til staðar.

Samkvæmt afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar er það ávísun á að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt.
Ríkisstjórn er sem stendur á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem minnisblað Þórólfs verður eflaust rætt. Nokkrir hafa greinst smitaðir af veirunni innanlands undanfarna daga en enginn greindist í gær.
Reiknað er með að fundi ríkisstjórnar ljúki í kring um ellefu. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við Svandísi að loknum fundi. Þá verður textalýsing frá Tjarnargötu, fyrir þá sem ekki geta horft á útsendinguna, hér að neðan.