Sambandið hefði ekki endilega þolað leiklistarnámið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 10:31 María Heba segir að hún hafi lengi viljað vera týpan sem gengur á fjöll með öðrum konum. Snæbjörn talar við fólk Leikkonan María Heba Þorkelsdóttir er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inn á skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. María var í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar töluðu þau um það hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir. Hún talar einnig um Covid tímabilið. María Heba var til dæmis stödd á Manhattan í New York um miðjan mars árið 2020, og upplifði til að mynda nær tómt Times Square rétt áður en COVID-19 faraldurinn tók alveg yfir. „Það var mjög sérstakt að vera á laugardagskvöldi á Manhattan og það eru gulir leigubílar að bíbba og bjóða far, það var bara enginn á götunum.“ María er ættuð af Langanesi, og afi hennar var prestur á Sauðanesi. Í dag er María Heba trúuð og hefur hún viðhaldið því frá því hún var mjög ung stelpa. Í viðtalinu lýsir María Heba því hvernig hún kynntist manninum sínum, en þau hafa verið saman frá því á síðustu öld. Söguna má heyra í klippunni hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - María Heba Þorkelsdóttir Fjarveran mikil Kristófer eiginmaður Maríu Hebu bað hennar áður en hún hóf leiklistarnámið, og það segir hún að hafi líklega orðið til þess að samband þeirra lifði af þá þolraun sem leiklistarnámið er. „Ég held að það hafi verið mjög sniðugt ráð hjá honum að giftast mér af því að fjarveran á meðan fólk er í þessu leiklistarnámi er töluvert mikil. Það er mikið undir. Ég er ekki sannfærð um að okkar samband hefði þolað það ef við hefðum ekki verið gift,“ útskýrir María. „Við höfum alveg rætt það að þetta hafi verið frekar vel spilað.“ María Heba komst inn í leiklistarskólann í þriðju atrennu, eftir að hafa klárað nám í bókmenntafræði. Þá var hún þegar komin með vilyrði um nám í skólum í Bretlandi en fann það sjálf inni í sér að hana langaði til að læra á Íslandi. „Mig langaði að læra leiklist á Íslensku, mig langaði að vera hér,“ segir María Heba um ákvörðun sína um að læra hér á landi. „Þetta var bara tilfinning sem ég hafði, ég bara fann að ég átti heima þarna.“ Kvíðin fyrir göngunni Á meðan að María Heba var í leiklistarnámi breyttist gamli Leiklistarskólinn og sameinaðist Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift frá LHÍ 2003 stofnaði María Heba leikfélag með nokkrum öðrum sem nefndist Kvenfélagið Garpur og hefur unnið við leiklist síðan þá, meðfram barneignum. Fyrsta barnið kom undir fljótt eftir útskriftina. María Heba hefur verið sjálfstætt starfandi leikkona síðan hún útskrifaðist og hefur nær eingöngu unnið með sjálfstæðum leikhópum. Eina verkefnið sem hún hefur unnið í stofnanaleikhúsi var hjá Leikhúsi Akureyrar í Dubbeldusch árið 2007. Einnig hefur hún verið í framleiðsluhlutverkum og oft tekið þátt í sköpun og uppsetningu nýrra íslenskra leikverka. „Ég hef verið að framleiða en ég hef ekki mikið skrifað.“ Eitt sinn ætlaði María Heba að hætta að vera leikari og tók þá ákvörðun að taka kennararéttindin. En að lokum sogaði eitthvað hana aftur inn í leiklistina. Framtíð Maríu Hebu er óskýr, en í sumar fer hún að leika í sjónvarpsseríu. Svo ætlar hún í spennandi gönguferð. „Ég er að fara í kvennaferð á Hornstrandir. Ég er pínu kvíðin sko, en mig hefur lengi langað að vera svona kona sem gengur á fjöll með konum. Mér finnst það svo fullorðinslegt og svo sjarmerandi tilhugsun.“ Stóra takmark Maríu Hebu í lífinu er að ná að koma börnunum sínum til manns og viðhalda eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Annars langar hana líka að skrifa meira, enda segist hún ávallt hafa verið á leiðinni að skrifa leikrit frá því hún útskrifaðist úr leiklistarnáminu. Viðtalið í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Snæbjörn talar við fólk Menning Leikhús Tengdar fréttir „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. 28. maí 2021 07:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inn á skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. María var í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar töluðu þau um það hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir. Hún talar einnig um Covid tímabilið. María Heba var til dæmis stödd á Manhattan í New York um miðjan mars árið 2020, og upplifði til að mynda nær tómt Times Square rétt áður en COVID-19 faraldurinn tók alveg yfir. „Það var mjög sérstakt að vera á laugardagskvöldi á Manhattan og það eru gulir leigubílar að bíbba og bjóða far, það var bara enginn á götunum.“ María er ættuð af Langanesi, og afi hennar var prestur á Sauðanesi. Í dag er María Heba trúuð og hefur hún viðhaldið því frá því hún var mjög ung stelpa. Í viðtalinu lýsir María Heba því hvernig hún kynntist manninum sínum, en þau hafa verið saman frá því á síðustu öld. Söguna má heyra í klippunni hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - María Heba Þorkelsdóttir Fjarveran mikil Kristófer eiginmaður Maríu Hebu bað hennar áður en hún hóf leiklistarnámið, og það segir hún að hafi líklega orðið til þess að samband þeirra lifði af þá þolraun sem leiklistarnámið er. „Ég held að það hafi verið mjög sniðugt ráð hjá honum að giftast mér af því að fjarveran á meðan fólk er í þessu leiklistarnámi er töluvert mikil. Það er mikið undir. Ég er ekki sannfærð um að okkar samband hefði þolað það ef við hefðum ekki verið gift,“ útskýrir María. „Við höfum alveg rætt það að þetta hafi verið frekar vel spilað.“ María Heba komst inn í leiklistarskólann í þriðju atrennu, eftir að hafa klárað nám í bókmenntafræði. Þá var hún þegar komin með vilyrði um nám í skólum í Bretlandi en fann það sjálf inni í sér að hana langaði til að læra á Íslandi. „Mig langaði að læra leiklist á Íslensku, mig langaði að vera hér,“ segir María Heba um ákvörðun sína um að læra hér á landi. „Þetta var bara tilfinning sem ég hafði, ég bara fann að ég átti heima þarna.“ Kvíðin fyrir göngunni Á meðan að María Heba var í leiklistarnámi breyttist gamli Leiklistarskólinn og sameinaðist Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift frá LHÍ 2003 stofnaði María Heba leikfélag með nokkrum öðrum sem nefndist Kvenfélagið Garpur og hefur unnið við leiklist síðan þá, meðfram barneignum. Fyrsta barnið kom undir fljótt eftir útskriftina. María Heba hefur verið sjálfstætt starfandi leikkona síðan hún útskrifaðist og hefur nær eingöngu unnið með sjálfstæðum leikhópum. Eina verkefnið sem hún hefur unnið í stofnanaleikhúsi var hjá Leikhúsi Akureyrar í Dubbeldusch árið 2007. Einnig hefur hún verið í framleiðsluhlutverkum og oft tekið þátt í sköpun og uppsetningu nýrra íslenskra leikverka. „Ég hef verið að framleiða en ég hef ekki mikið skrifað.“ Eitt sinn ætlaði María Heba að hætta að vera leikari og tók þá ákvörðun að taka kennararéttindin. En að lokum sogaði eitthvað hana aftur inn í leiklistina. Framtíð Maríu Hebu er óskýr, en í sumar fer hún að leika í sjónvarpsseríu. Svo ætlar hún í spennandi gönguferð. „Ég er að fara í kvennaferð á Hornstrandir. Ég er pínu kvíðin sko, en mig hefur lengi langað að vera svona kona sem gengur á fjöll með konum. Mér finnst það svo fullorðinslegt og svo sjarmerandi tilhugsun.“ Stóra takmark Maríu Hebu í lífinu er að ná að koma börnunum sínum til manns og viðhalda eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Annars langar hana líka að skrifa meira, enda segist hún ávallt hafa verið á leiðinni að skrifa leikrit frá því hún útskrifaðist úr leiklistarnáminu. Viðtalið í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan.
Snæbjörn talar við fólk Menning Leikhús Tengdar fréttir „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. 28. maí 2021 07:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01
Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. 28. maí 2021 07:00