Skítakuldi í kortum næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 12:28 Þó það kunni að freista einhverra að praktísera lýðskrum í veðurspám sínum lætur Einar Sveinbjörnsson það ekki eftir sér. Það er kuldi í kortum næstu þrjár vikurnar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veigrar sér ekki við því að bjóða upp á vont veður og segir kulda í kortum næstu vikurnar. Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins. Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent