Lofa djammþyrstum áður óþekktu skemmtanahaldi Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 14:22 Hjónin Katrín Ólafsson og Jón Bjarni Steinsson. Þau hafa nú tekið yfir reksturinn á Pablo Discobar og munu reka hann í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. aðsend Hjónin Jón Bjarni Steinsson og Katrín Ólafsson hafa yfirtekið reksturinn á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Veltusund og lofa því að bjóða djammþyrstum uppá áður óþekkt skemmtanahald. Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega. Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. „Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni. Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður. „Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“ Hvað þýðir það? „Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“ Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um. Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þau Jón Bjarni og Katrín reka skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg og eru jafnframt að opna veitingastað í Garðabæ. Það er því engan bilbug á þeim að finna þrátt fyrir að allur veitingageirinn hafi hlotið þungt högg vegna kórónuveirunnar. En nú horfir til betri tíðar. Jón Bjarni segist reyndar hafa lofað sjálfum sér því um síðustu áramót að losa sig út úr veitingabransanum, en það verður bið á því. Fyrirsjáanlega. Pablo Discobar verður rekinn í nánu samstarfi við Secret Solstice-tónlistarhátíðina. „Við höfum ekki fengið að skemmta Íslendingum síðan 2019 og getum ekki beðið eftir því að opna útibú í miðbæ Reykjavíkur þar sem við getum skemmt djammþyrstum alla daga vikunnar allt árum um kring,“ segir Jón Bjarni. Nú er unnið að því að standsetja staðinn og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí.aðsend Hann segir að staðurinn verði rekinn með sama sniði og áður. „Nema við munum nýta okkar sambönd til þess að gera hluti sem ekki hafa áður sést í skemmtanahaldi í miðbæ Reykjavíkur. Það rými sem áður hýsti veitingastaðinn Burro mun verða hluti af barnum auk þess sem hægt verður að leigja salina fyrir hópa.“ Hvað þýðir það? „Við höfum sambönd við erlenda aðila sem myndu kannski ekki undir venjulegum kringumstæðum ekki koma og spila á stað sem tekur rétt um 100 manns. En eru til í að koma og skemmta sér með okkur.“ Nú er unnið að því að koma staðnum í stand og finna starfsfólk en stefnt er að opnun í júlí. Spurður um hvernig horfi með Secret Solstice-hátíðina, en vandkvæðum hefur verið bundið að finna hátíðinni stað segir Jón Bjarni að Garðabær sé með málið til skoðunar. Og eftir því sem honum skilst eru menn þar jákvæðir þar á bæ en ekki er vert að tala um stöðuna fyrr en eitthvað liggur fyrir þar um.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira