Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 13:01 Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir marga starfsmenn ferðaþjónustunnar horfa fram á kjararýrnun og launalækkun. Vísir/Vilhelm ASÍ gaf út ályktun á dögunum um það að tími til þess að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér hafi ekki verið nýttur. Því væru uppi áhyggjur um aukna gerviverktöku, lægri laun og minni réttindum. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00
Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11