Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 14:49 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga. Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka fagþekkingu á sviði barnaverndar. Kveðið er á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta þó fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda ef þau sýna fram á lágmarks fagþekkingu á barnavernd. Lögunum er jafnframt ætlað að gefa færi á samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna. Tengjast ákvæði laganna að því leyti öðrum frumvörpum sem urðu að lögum í gær um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Réttindi barna og stafrænar lausnir í barnavernd Í frumvarpinu er lagt til að í ákvæði barnaverndarlaga sem hefur að geyma meginreglur barnaverndarstarfs verði ítarlegra fjallað um þátttöku barns. Meðal annars er lagt til að sérstaklega verði fjallað um rétt barna til að fá upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem tengjast áformum um sameiginlegan gagnagrunn og stafrænar lausnir í barnavernd. Undanfarin misseri hefur félagsmálaráðuneytið unnið að sameiginlegum stafrænum lausnum og miðlægum gagnagrunni í barnavernd sem ráðgert er að verði starfræktur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Ástæða þykir til að jafna aðstöðu barna sem annars vegar flytja á milli umdæma og hins vegar sem búa ávallt í sama umdæmi. Sameiginlegum gagnagrunni í barnavernd er ætlað að styrkja framkvæmd þessarar upplýsingamiðlunar. Ásmundur Einar er hæstánægður „Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Markmiðið í allri þessari vinnu er að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin. Það hefur verið frábært að vinna þetta mál með öflugum hópi fólks og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra ómetanlega starf. Við erum rétt að byrja,” segir Ásmundur Einar Daðason um samþykkt frumvarpsins. Félagsmál Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka fagþekkingu á sviði barnaverndar. Kveðið er á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta þó fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda ef þau sýna fram á lágmarks fagþekkingu á barnavernd. Lögunum er jafnframt ætlað að gefa færi á samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna. Tengjast ákvæði laganna að því leyti öðrum frumvörpum sem urðu að lögum í gær um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Réttindi barna og stafrænar lausnir í barnavernd Í frumvarpinu er lagt til að í ákvæði barnaverndarlaga sem hefur að geyma meginreglur barnaverndarstarfs verði ítarlegra fjallað um þátttöku barns. Meðal annars er lagt til að sérstaklega verði fjallað um rétt barna til að fá upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem tengjast áformum um sameiginlegan gagnagrunn og stafrænar lausnir í barnavernd. Undanfarin misseri hefur félagsmálaráðuneytið unnið að sameiginlegum stafrænum lausnum og miðlægum gagnagrunni í barnavernd sem ráðgert er að verði starfræktur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Ástæða þykir til að jafna aðstöðu barna sem annars vegar flytja á milli umdæma og hins vegar sem búa ávallt í sama umdæmi. Sameiginlegum gagnagrunni í barnavernd er ætlað að styrkja framkvæmd þessarar upplýsingamiðlunar. Ásmundur Einar er hæstánægður „Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Markmiðið í allri þessari vinnu er að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin. Það hefur verið frábært að vinna þetta mál með öflugum hópi fólks og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra ómetanlega starf. Við erum rétt að byrja,” segir Ásmundur Einar Daðason um samþykkt frumvarpsins.
Félagsmál Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira