Aukning í sumarhúsakaupum rakin til faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 10:18 Úr Skorradal. Þar er mikið af sumarbústöðum. Vísir/Jói K. Mikil aukning hefur orðið á sumarhúsakaupum hér á landi. Undirritaðir kaupsamningar um sumarhús voru 129 á fyrsta fjórðungi þessa árs og eru þeir margfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins.
Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent