Suu Kyi dregin fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 11:58 Aung San Suu Kyi var leidd fyrir dómara í morgun. Herforingjastjórnin sakar hana um ýmsa glæpi, allt frá því að brjóta sóttvarnareglur til þess að flytja inn talstöðvar fyrir lífverði sína. AP/Peter Dejong Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar. Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Herinn rændi völdum í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í febrúar og hélt því fram að brögð hefðu verið í tafli í kosningum sem fóru fram í fyrra. Alþjóðlegir eftirlitsmenn töldu kosningarnar þó hafa farið vel fram. Suu Kyi hefur verið haldið í stofufangelsi síðan þá. Fleiri leiðtogar stjórnar hennar voru handteknir. Réttarhöldin yfir Suu Kyi, sem er 75 ára gömul, eru lokuð. Hún er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína, dreifa upplýsingum sem gætu valdið uppnámi á meðal almennings og að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í kosningabaráttunni í fyrra. Mannréttindavaktin segir að ákærurnar á hendur Suu Kyi séu „falsaðar“ og að þær eigi sér pólitískar rætur. Ætlun herforingjastjórnarinnar sé að ógilda sigur hennar í kosningunum í fyrra og koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram aftur. Nýlega lagði herforingjastjórnin fram enn alvarlegri ásakanir um að Suu Kyi hefði brotið lög um ríkisleyndarmál og þegið mútur. Yrði hún sakfelld í því máli gæti hún átt yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Réttar verður sérstaklega í því máli síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng saga er fyrir því að herforingjastjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð, að sögn AP-fréttastofunnar. Suu Kyi sat meðal anars í stofufangelsi í fimmtán ár eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar eru taldar hafa drepið fleiri en átta hundruð manns og handtekið nærri því fimm þúsund manns í tengslum við mótmæli í landinu eftir valdaránið í febrúar.
Mjanmar Tengdar fréttir Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37