Nokkuð breytt lið mætir Írum á ný og Sveindís klár í að spila Sindri Sverrisson skrifar 14. júní 2021 17:01 Ísland vann Írland í hvítum varabúningum sínum á föstudaginn þar sem að Írar pökkuðu aðeins niður grænum aðalbúningum sínum. Það hentar illa til áhorfs að lið í dökkum búningnum, grænum og bláum, mætist. vísir/Hulda Margrét Seinni rimma Íslands og Írlands fer fram á Laugardalsvelli kl. 17 á morgun. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, vill sjá sitt lið skora mörk og setja saman góðan 90 mínútna leik á morgun. Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ Sjá meira
Ísland vann fyrri vináttulandsleik liðanna 3-2 á föstudaginn og ætlar sér að fylgja því eftir með góðum leik á morgun: „Við nálgumst þennan leik á svipaðan hátt og síðast; stillum upp sterku liði og spilum til sigurs. Við verðum með svipaðar áherslur og reynum að keyra þær enn sterkar og betur í gegn,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Klippa: Þorsteinn Halldórs um seinni leikinn við Íra Þorsteinn segir ljóst að breytingar verði á byrjunarliðinu sem hóf leikinn á föstudag: „Við gerum nokkrar breytingar svo þetta verður aðeins breytt byrjunarlið. Ég var ekki búinn að setja upp plan fyrir leikina um að gera ákveðnar breytingar eða slíkt, heldur koma inn í verkefnið, stilla upp sterku byrjunarliði í fyrri leiknum og sjá svo ástandið á hópnum, hvaða leikmenn við vildum sjá spila og slíkt. Þess vegna ákváðum við eftir síðasta leik hvernig við ætlum að spila á morgun,“ sagði Þorsteinn. „Ég vil sjá okkur halda áfram að þróa leik okkar; halda í boltann og skapa færi. Mér fannst fyrri hálfleikur fínn á föstudaginn og ég vil sjá 90 mínútna sterkan leik núna, þar sem við náum að búa til færi og vonandi skora sem flest mörk og vinna þennan leik,“ sagði Þorsteinn. Sveindís Jane Jónsdóttir kom ekkert við sögu á föstudag en hún er að komast í gang á ný eftir að hafa fengið beinmar í hné. „Þær eru allar heilar og ættu að vera klárar í morgundaginn. Sveindís ætti að geta spilað eitthvað,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á íslenska hópnum. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 á morgun, þriðjudag, og er í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ Sjá meira