Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Andri Gíslason skrifar 14. júní 2021 22:04 Rúnar og lögregluvarðstjórinn Pétur léttir og ljúfir. vísir/hulda Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti