Í hugleiðingum veðurfræðings segir að reikna megi með stöku skúrum eða éljum norðaustantil og dálítilli rigningu á Suðausturlandi. Síðan dragi úr vindi og úrkomu þar á morgun.
Hiti á landinu í dag verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í ellefu stig suðvestantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s, hvassast með austurströndinni. Dálítil rigning suðaustan- og austanlands, úrkomulítið um landið norðanvert en þurrt suðvestantil. Hiti frá 3 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 11 stig syðst.
Á fimmtudag (lýðveldisdagurinn): Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu á landinu og dálitlar skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 10 stig, mildast sunnanlands.
Á föstudag: Suðaustlæg eða breytileg átt, dálítil rigning um sunnan- og suðaustanvert landið en þurrt að kalla norðantil. Hiti 7 til 12 stig.
Á laugardag: Norðlæg átt og vætusamt en þurrt að mestu um vestanvert landið. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðvestlæg átt og rigning norðan- og austanlands, en bjartara yfir og þurrt að kalla sunnan- og vestantil. Áfram svipaður hiti.
Á mánudag (sumarsólstöður): Útlit fyrir vestlæga átt og minnkandi úrkomu norðanlands. Hlýnar.