Öflug og fjölbreytt þjónusta við aldraða Svandís Svavarsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 15. júní 2021 11:30 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Elín Oddný Sigurðardóttir Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða. Við þurfum að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu, tryggja að þjónustan sé fjölbreytt og standist gæðaviðmið. Samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar hefur gengið afar vel á síðustu árum, auk þess sem samþætting heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og bættri þjónustu. Margt jákvætt hefur áunnist en helst ber að nefna tvo þætti í tengslum við samstarf heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar á síðustu árum. Fyrir það fyrsta hefur náðst að efla samning um samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu sem undirritaður var í desember síðastliðnum. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli, samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum. Árlegur kostnaður við samninginn nemur um tveimur milljörðum króna. Svo er það í öðru lagi stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar SELMU, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Uppbygging hjúkrunarheimila í borginni er mjög stórt mál. Bjóða þarf fleirum sem metin eru í þörf búsetu á hjúkrunarheimilum. Þörf fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila er mest á höfuðborgarsvæðinu. Í maí síðastliðnum skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Mosaveg í Reykjavík fyrir allt að 144 íbúa. Samhliða undirritun samnings um hjúkrunarheimili við Mosaveg var staðfest viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 200 íbúa á svæði við Ártúnshöfða í Reykjavík. Unnið er að vinnu við skipulagningu svæðisins og er stefnt að því að hægt verði að hefja verklegar framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili árið 2023. Ártúnshöfðaverkefnið er komið á framkæmdaáætlun um nauðsynlega uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2025 og verður fjármögnun þess tekin upp við gerð næstu fjármálaáætlunar. Mikilvægt er að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum og samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Þannig sköpum við aldursvænt samfélag, fyrir okkur öll. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun