Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
„Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, mun gegna störfum mennta- og menningarmálaráðherra til og með 28. júní,“ segir í tilkynningunni.
Lilja Dögg er varaformaður Framsóknarflokksins og skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi þingkosningar.