Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. júní 2021 15:25 Magnús Norðdahl lögmaður fagnar ákvörðun kærunefndar útlendingamála. Vísir Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33