Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 08:29 Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira