Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Til skoðunar hvort hægt sé að inn­heimta leigu beint af tekjum

Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þetta er allt í vinnslu“

Húsnæðisstaða fatlaðs fólks á Íslandi er ekki til fyrirmyndar og kannski er unga fólkið okkar sá hópur sem hvað helst finnur fyrir því í dag. Staða þeirra einkennist af vanefndum eða ófjármögnuðum aðgerðum sem leiða til þess að ákveðinn hópur er fastur í foreldrahúsum eða býr við óásættanlegan kost í einhvers konar samkrulli við annað fatlað fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Svansvottaðar í­búðir – fjár­festing í lífs­gæðum

Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi?

Skoðun
Fréttamynd

Hent nauðugri út úr hryllings­húsi vegna ógreiddrar leigu

Jón Daníelsson segir af skelfilegum aðstæðum í húsnæði Félagsbústaða við Bríetartún 20. Jón segir til standa að dóttur hans, sem er fíkill, verði hent þaðan út vegna vangreiddrar húsaleiguskuldar meðan nær væri að hún fengi greitt fyrir að sætta stöðugum ógnum annars leigjanda.

Innlent
Fréttamynd

Níðings­verk

Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður.

Skoðun
Fréttamynd

Bíða með að selja í­búðir frekar en að lækka verðið

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur verið sorg­leg þróun“

Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn.

Innlent
Fréttamynd

Saka Ingu um metnaðar­leysi eftir skipun flokks­manna í stjórn

Verkfræðingafélag Íslands hefur sent Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra bréf með áskorun um að endurskoða skipan í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að tryggja að fagleg hæfni og sérmenntun á sviði mannvirkjagerðar fái raunverulegt vægi við ákvarðanatöku í þessum mikilvæga málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Opið hús fyrir út­valda

Viðskiptaráð gaf nýverið út úttekt á húsnæðisstefnu stjórnvalda undir yfirskriftinni Steypt í skakkt mót. Þar kemur fram að húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist vegna stefnu um að draga úr framboði nýrra íbúða á almennum húsnæðismarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar í­búðir seljast verr en aðrar vegna stærðar

Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að allir flokkar hafi hlut­verk í borgar­stjórn

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tókust á um borgarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu leikskólamálin og húsnæðismálin og voru ekki sammála um margt.

Innlent
Fréttamynd

„Besta leiðin upp úr fá­tækt er að hjálpa fólki að eignast“

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð.

Innlent