„Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 09:26 Pétur Jóhann segir að það hafi verið viðbrigði að fara úr því að vera launþegi yfir í að fá eingöngu verktakagreiðslur. „Ég er sorglega skoðanalaus,“ segir segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann segist sannfærður um að hann hafi verið hirðfífl í fyrra lífi. „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira. 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
„Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira.
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein