Hékk úr loftinu fyrir framan þúsund áhorfendur eftir að búnaðurinn bilaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:30 Mosfellingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir er nýjasti gesturinn í þættinum Á rúntinum. Tónlistarkonan Greta Salóme virðist alltaf vera á fullu, hvort sem það sé að spila tónlist hér og þar, breyta sumarbústað eða taka ræktina með trompi þá er hún alveg létt ofvirk og á erfitt með að gera ekki neitt. Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme Á rúntinum Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme
Á rúntinum Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira