Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2021 12:01 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar