Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. júní 2021 17:27 Magnús Norðdahl er lögmaður fólks úr hópi þeirra sem Útlendingastofnun neitaði um þjónustu með ólögmætum hætti. Vísir/Sigurjón Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25